Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2018 15:17 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. vísir/eyþór Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er stál í stál í deilunni og lausn virðist ekki í sjónmáli þrátt fyrir marga sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Þórunn sagði almenning hafa fylgst forviða með þessari kjaradeilu. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni. Slík aðgerð kallar á samvinnu og samstöðu þvert á heildarsamtök launafólks. Almenningur hefur fylgst forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Elsta fagstétt kvenna á Íslandi mætir stífni og skilningsleysi af hálfu samninganefndar ríkisins. Ég ætla að fullyrða hér að þjónusta við sængurkonur og nýfædd börn sé undirstaða velferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjöregg þjóðar,“ sagði Þórunn meðal annars í ræðu sinni. Þá bætti hún við að ljósmæður, líkt og margar aðrar háskólamenntaðar kvennastéttir, stæðu frammi fyrir þeim kalda veruleika að menntun þeirra væri kerfisbundið ekki metin til launa. Þórunn sagði jafnframt að krafan um styttri vinnuvika hlyti að verða æ sterkari, ekki síst í ljósi þess að í framtíðinni sé því spáð að skortur verði á störfum, það er að sjálf vinnan verði takmörkuð auðlind. „En hvað þýðir þetta í raun fyrir kjara- og réttindabaráttu launafólks? Í fyrsta lagi hlýtur krafan um styttingu vinnuvikunnar að verða æ sterkari. Tilraunaverkefni BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar lofar góðu. Reynslan sýnir okkur að það er hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það bitni á afköstum og framleiðni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Samtök atvinnulífsins hafa lýst forneskjulegu viðhorfi til styttingar vinnuvikunnar. Viðhorfum sem eru úr takti við alla umræðu um þessi mál, bæði hér heima og erlendis. Styttri vinnuvika er lykillinn að því að okkur auðnist að skapa hér vinnumarkað sem er raunverulega fjölskylduvænn. Með breytingunni stuðlum við líka að minna álagi í starfi og drögum úr líkum á því að fólk verði kulnun að bráð og missi heilsuna, sem því miður er alltof algengt. Styttri vinnuvika er hagsmunamál alls samfélagsins – allra hagur!“ sagði Þórunn á baráttufundinum á Ingólfstorgi í dag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er stál í stál í deilunni og lausn virðist ekki í sjónmáli þrátt fyrir marga sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Þórunn sagði almenning hafa fylgst forviða með þessari kjaradeilu. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni. Slík aðgerð kallar á samvinnu og samstöðu þvert á heildarsamtök launafólks. Almenningur hefur fylgst forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Elsta fagstétt kvenna á Íslandi mætir stífni og skilningsleysi af hálfu samninganefndar ríkisins. Ég ætla að fullyrða hér að þjónusta við sængurkonur og nýfædd börn sé undirstaða velferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjöregg þjóðar,“ sagði Þórunn meðal annars í ræðu sinni. Þá bætti hún við að ljósmæður, líkt og margar aðrar háskólamenntaðar kvennastéttir, stæðu frammi fyrir þeim kalda veruleika að menntun þeirra væri kerfisbundið ekki metin til launa. Þórunn sagði jafnframt að krafan um styttri vinnuvika hlyti að verða æ sterkari, ekki síst í ljósi þess að í framtíðinni sé því spáð að skortur verði á störfum, það er að sjálf vinnan verði takmörkuð auðlind. „En hvað þýðir þetta í raun fyrir kjara- og réttindabaráttu launafólks? Í fyrsta lagi hlýtur krafan um styttingu vinnuvikunnar að verða æ sterkari. Tilraunaverkefni BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar lofar góðu. Reynslan sýnir okkur að það er hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það bitni á afköstum og framleiðni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Samtök atvinnulífsins hafa lýst forneskjulegu viðhorfi til styttingar vinnuvikunnar. Viðhorfum sem eru úr takti við alla umræðu um þessi mál, bæði hér heima og erlendis. Styttri vinnuvika er lykillinn að því að okkur auðnist að skapa hér vinnumarkað sem er raunverulega fjölskylduvænn. Með breytingunni stuðlum við líka að minna álagi í starfi og drögum úr líkum á því að fólk verði kulnun að bráð og missi heilsuna, sem því miður er alltof algengt. Styttri vinnuvika er hagsmunamál alls samfélagsins – allra hagur!“ sagði Þórunn á baráttufundinum á Ingólfstorgi í dag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46
Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04