Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 19:30 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. Íbúum hefur fjölgað látlaust á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra fjölgaði þeim um 7,4 prósent en til samanburðar var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu um 2,6 prósent. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta reyna á innviði og telur leggja þurfi aukna áherslu á stofnanir ríkisins á svæðinu; líkt og lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ríkisstofnanir eru ekki kannski að fá nægilega miklar fjárveitingar til að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnunin hafi orðið verst úti. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna. Fleira fólk til starfa," segir Kjartan.Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur undir þetta og segir þjónustuþörfina hvergi hafa aukist meira. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið. Get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina og heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við," segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þurfi aukið fjármagn til að stækka húsnæðið og ráða starfsfólk. Ráðningar strandi þó ekki einungis á fjármagni þar fólk hefur ekki fengist til starfa. Til stóð að halda úti fæðingarþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingarstörf. Halldór segir ástandið hafa leitt til biðlista og að fólk sé jafnvel farið að leita út fyrir sveitarfélagið í læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða né nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt," segir Halldór. Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. Íbúum hefur fjölgað látlaust á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra fjölgaði þeim um 7,4 prósent en til samanburðar var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu um 2,6 prósent. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta reyna á innviði og telur leggja þurfi aukna áherslu á stofnanir ríkisins á svæðinu; líkt og lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ríkisstofnanir eru ekki kannski að fá nægilega miklar fjárveitingar til að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnunin hafi orðið verst úti. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna. Fleira fólk til starfa," segir Kjartan.Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur undir þetta og segir þjónustuþörfina hvergi hafa aukist meira. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið. Get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina og heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við," segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þurfi aukið fjármagn til að stækka húsnæðið og ráða starfsfólk. Ráðningar strandi þó ekki einungis á fjármagni þar fólk hefur ekki fengist til starfa. Til stóð að halda úti fæðingarþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingarstörf. Halldór segir ástandið hafa leitt til biðlista og að fólk sé jafnvel farið að leita út fyrir sveitarfélagið í læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða né nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt," segir Halldór.
Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira