Innlent

Airbnb hvetur til ábyrgrar ferðamennsku á Íslandi

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Íslensk náttúra laðar sífellt fleiri að.
Íslensk náttúra laðar sífellt fleiri að. Vísir / InspiredbyIceland
Airbnb hefur lýst yfir stuðningi við verkefni Íslandsstofu, The Icelandic Plegde, eða Íslandseiðinn. Eiðurinn felur í sér skuldbindingu í átta liðum um ábyrga hegðun á ferðalagi um Ísland. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Eiðurinn felur meðal annars í sér að halda sig innan vega og slóða, gera þarfir sínar á þar til gerðum stöðum, tjalda aðeins á tjaldsvæðum og vera undirbúinn fyrir öll veður. Þegar hafa rúmlega 32 þúsund manns skrifað undir eiðinn.

Stuðningur Airbnb við þetta átak Íslandsstofu er hluti af verkefni þeirra Airbnb Citizen. Samkvæmt síðu Airbnb Citizen er það verkefni fyrir þau sem trúa því að deila heimili sínu með öðrum geti verið farvegur í átt að lausnum á stórum vandamálum heimsins tengdum efnahag, samfélagi og umhverfismálum.

Sögumaður í myndbandinu er Rannveig sem rekur gistiþjónustu á Suðurlandi. Rannveig er einn af fjölmörgum gestgjöfum Airbnb hér á landi en talið er að markaðshlutdeild Airbnb á gistimarkaðnum hérlendis sé nú um 25%.

Myndbandið sem sýnir fallega náttúru Íslands má sjá hér að neðan.

 


Tengdar fréttir

Íslendingar þéna mest á Airbnb

Íslendingar eru sú þjóð sem þénar mest á skammtímaleigu til ferðamanna í gegnum vefinn Airbnb ef marka má gögn sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×