Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi en 400 eru innan vébanda SAF. Vísir/stefán Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira