Bretar vilja framlengt leyfi frá Íslendingum til gullleitar í SS Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Gríðarleg auðæfi í gulli freista bresku fjársjóðsleitarmannanna. Andvirðið gæti numið yfir tíu milljörðum króna. Wikipedia Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningaskipið SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjarlægja þaðan skáp sem er í póstherbergi þýska flutningaskipsins. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upphafsdögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna mengunarhættu þurftu fjársjóðsleitarmenn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvember í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað liðlega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upphafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindisins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfsleyfið hér í fyrrahaust sagði Fréttablaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjársjóðsleyfið rann út í gær 1. maí 2018 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningaskipið SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjarlægja þaðan skáp sem er í póstherbergi þýska flutningaskipsins. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upphafsdögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna mengunarhættu þurftu fjársjóðsleitarmenn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvember í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað liðlega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upphafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindisins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfsleyfið hér í fyrrahaust sagði Fréttablaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjársjóðsleyfið rann út í gær 1. maí 2018 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00