Eyðimerkurgöngu Íslands í Eurovision langt frá því að vera lokið að mati erlendra blaðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2018 11:00 Ari Ólafsson flytur lagið Our Choice í Eurovision. RÚV Það blæs ekki byrlega með Ara Ólafssyni fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, eða ef marka má umsagnir erlendra blaðamanna um lagið sem hann flytur Our Choice. Ari stígur á svið í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal næstkomandi þriðjudagskvöld en undanfarnir dagar hafa farið í æfingar og blaðamannafundi þar sem lagið er kynnt. Þeir blaðamenn sem hafa fylgst með æfingunum úti eru á því að eyðimerkurganga Íslands í Eurovision muni halda áfram þetta árið, það er að Ísland komist ekki í úrslit keppninnar í ár, líkt og þrjú síðustu ár. Anthony Granger, hjá Eurovix, hefur fylgst með æfingum Ara, þar á meðal æfingunni sem átti sér stað í dag.Granger er þeirrar skoðunar að Ari muni ekki komast upp úr undanriðlinum. Blaðamaður breska dagblaðsins Metro, Benny Royston, segir hins vegar að Ari eigi möguleika á að komast í úrslit Eurovision. Að hans mati er Ara frábær söngvari og engin furða að hann sé ein af efnilegustu stjörnum Íslands. „Við erum afar hrifin af þessu framlagi og það á möguleika á að komast í úrslitin í næstu viku.“Á vef Eurovisionary er farið yfir æfingar Ara en það gera Josef frá Tékklandi, Jens Erik frá Danmörku og Michael frá Bretlandi. Allir eru þeirrar skoðunar að Ari sé frábær söngvari og flutningur hans magnaður, en atriðið muni gleymast innan um fjölda góðra laga í keppninni.Atriðið gamaldags „Málið er að Ari er svo elskulegur en ég verð alltaf fyrir vonbrigðum þegar ég hugsa til þess að þetta sé það sem hann þarf að gera í Eurovision. Ég vona að honum gangi vel, en þessi jakki þarf að fara. Hann er ungur piltur en þessi jakki lætur hann líta út fyrir að vera fjörutíu ára gamlan raulara,“ segir Chris hjá Eurovision-síðunni Wiwi Bloggs eftir að hafa fylgst með æfingu Ara. Félagi hans hjá Wiwi Blogg, Padraig, segir að einfalt sé að segja að Ari sé frábær söngvari og manneskja en Eurovision sé söngvakeppni, ekki keppni í geðfelldni. „Hann er ekki með lag og sviðsetningin ekki til staðar,“ segir Padraig og vill meina að atriðið líti út fyrir að vera frá níunda áratug síðustu aldar þegar Írinn Johnny Logan átti Eurovision. „Jakkinn gerir hann svo aldraðan, mjög gamaldags. Hann er nítján ára og enginn sem er nítján ára myndi ganga í svona fötum,“ segir Padraig sem á ekki von á að Ísland komist í úrslit.Frábær flytjandi sem á skilið betra lag Og það eru fleiri sem hafa fylgst með æfingum Ara. Hér fyrir neðan má sjá þá Matt, Sean og Efe hjá ESC United fara yfir æfingu Ara en þeir eru ekki bjartsýnir fyrir hans hönd. Umfjöllun þeirra um Ara byrjar þegar tvær mínútur og átján sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þeir benda á að lagið hafi ekki verið ofarlega í spám en eru þeirrar skoðunar að lítið hafi breyst eftir æfingar Ara í Altice-höllinni. Þeim finnst lagið og atriðið gamaldags og að lagið sem ballaða sé ekki nógu öflugt fyrir Eurovision. Allir eru þeir á því að Ari sé frábær flytjandi en eigi þó skilið betra lag. Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30 Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Það blæs ekki byrlega með Ara Ólafssyni fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, eða ef marka má umsagnir erlendra blaðamanna um lagið sem hann flytur Our Choice. Ari stígur á svið í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal næstkomandi þriðjudagskvöld en undanfarnir dagar hafa farið í æfingar og blaðamannafundi þar sem lagið er kynnt. Þeir blaðamenn sem hafa fylgst með æfingunum úti eru á því að eyðimerkurganga Íslands í Eurovision muni halda áfram þetta árið, það er að Ísland komist ekki í úrslit keppninnar í ár, líkt og þrjú síðustu ár. Anthony Granger, hjá Eurovix, hefur fylgst með æfingum Ara, þar á meðal æfingunni sem átti sér stað í dag.Granger er þeirrar skoðunar að Ari muni ekki komast upp úr undanriðlinum. Blaðamaður breska dagblaðsins Metro, Benny Royston, segir hins vegar að Ari eigi möguleika á að komast í úrslit Eurovision. Að hans mati er Ara frábær söngvari og engin furða að hann sé ein af efnilegustu stjörnum Íslands. „Við erum afar hrifin af þessu framlagi og það á möguleika á að komast í úrslitin í næstu viku.“Á vef Eurovisionary er farið yfir æfingar Ara en það gera Josef frá Tékklandi, Jens Erik frá Danmörku og Michael frá Bretlandi. Allir eru þeirrar skoðunar að Ari sé frábær söngvari og flutningur hans magnaður, en atriðið muni gleymast innan um fjölda góðra laga í keppninni.Atriðið gamaldags „Málið er að Ari er svo elskulegur en ég verð alltaf fyrir vonbrigðum þegar ég hugsa til þess að þetta sé það sem hann þarf að gera í Eurovision. Ég vona að honum gangi vel, en þessi jakki þarf að fara. Hann er ungur piltur en þessi jakki lætur hann líta út fyrir að vera fjörutíu ára gamlan raulara,“ segir Chris hjá Eurovision-síðunni Wiwi Bloggs eftir að hafa fylgst með æfingu Ara. Félagi hans hjá Wiwi Blogg, Padraig, segir að einfalt sé að segja að Ari sé frábær söngvari og manneskja en Eurovision sé söngvakeppni, ekki keppni í geðfelldni. „Hann er ekki með lag og sviðsetningin ekki til staðar,“ segir Padraig og vill meina að atriðið líti út fyrir að vera frá níunda áratug síðustu aldar þegar Írinn Johnny Logan átti Eurovision. „Jakkinn gerir hann svo aldraðan, mjög gamaldags. Hann er nítján ára og enginn sem er nítján ára myndi ganga í svona fötum,“ segir Padraig sem á ekki von á að Ísland komist í úrslit.Frábær flytjandi sem á skilið betra lag Og það eru fleiri sem hafa fylgst með æfingum Ara. Hér fyrir neðan má sjá þá Matt, Sean og Efe hjá ESC United fara yfir æfingu Ara en þeir eru ekki bjartsýnir fyrir hans hönd. Umfjöllun þeirra um Ara byrjar þegar tvær mínútur og átján sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þeir benda á að lagið hafi ekki verið ofarlega í spám en eru þeirrar skoðunar að lítið hafi breyst eftir æfingar Ara í Altice-höllinni. Þeim finnst lagið og atriðið gamaldags og að lagið sem ballaða sé ekki nógu öflugt fyrir Eurovision. Allir eru þeir á því að Ari sé frábær flytjandi en eigi þó skilið betra lag.
Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30 Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30
Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00