Innlent

Umferð gengur hægt á höfuðborgarsvæðinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er víða þung umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Það er víða þung umferð á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/sveinn
Töluverð hálka og éljagangur er nú á höfuðborgarsvæðinu og eru margar götur þaktar snjó. Umferð hefur því víða gengið hægt í morgun og segir viðmælandi Vísis í Kórahverfi Kópavogs að þar sé í raun allt stopp.

Á vef Veðurstofunnar eru ökumenn því beðnir um að sýna aðgát og ætla sér nægan tíma í morgunumferðinni. Gul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið til klukkan 9 en þá er ætlað að sólbráð muni líklega eyða hálkunni.

Sjá einnig: Lögreglan frestar nagladekkjasektum vegna veðurs

Vegagerðin lýsir færð og aðstæðum á landinu þennan morguninn með eftirfarandi hætti: 

Á Suðurlandi eru hálkublettir eða hálka á vegum. Snjóþekja er í Grafningi og þæfingsfærð er á Bláfjallavegi og Nesjavallaleið. 

Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Éljagangur er á Snæfellsnesi.

Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi eru víða á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. 

Það er mikið til greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum. Hálka og snjóþekja er vestast í Húnavatnssýslum.

Þrátt fyrir að ökumenn hafi átt að fjarlægja nagladekk fyrir 14. apríl síðastliðinn hefur lögreglan ákveðið að sjá í gegnum fingur sér með sektir vegna vetrarveðursins.

„Við biðjum því fólk að fylgjast vel með veðri og skipta af nagladekkjum strax og mögulegt er. Eðlilega eru aðstæður fólks misjafnar, sumir hyggja ekki á ferðalög og geta því skipt fyrr, en aðrir eru mikið á leið yfir heiðar og þurfa því að vera lengur á negldum börðum,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar um málið.

Frétt var uppfærð kl. 8:25 með upplýsingum frá Vegagerðinni

Bíll við bíl í efri byggðumVísir/Sveinn

Tengdar fréttir

Lögreglan frestar nagladekkjasektum vegna veðurs

Eðlilega eru aðstæður fólks misjafnar, sumir hyggja ekki á ferðalög og geta því skipt fyrr, en aðrir eru mikið á leið yfir heiðar og þurfa því að vera lengur á negldum börðum, segir í Facebook-færslu lögreglunnar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×