Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. maí 2018 07:00 Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, var hér við minningarathöfn um hermenn sem fórust hér 1943. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er okkur enn mjög mikilvægt og jafnvel mikilvægara nú á síðustu árum,“ segir Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, sem staddur er hér á landi til að minnast fjórtán hermanna sem fórust í flugslysi fyrir 75 árum með sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagradalsfjalli 3 maí 1943. Minnismerki var afhjúpað á slysstaðnum í gær og minningarathöfn haldin í Andrews kvikmyndahúsinu á Keflavíkurvelli. „Þótt slysið sé ekki mjög þekktur atburður í sögunni er þetta söguleg stund, ekki einungis vegna slyssins,“ segir Clark og vísar til þess að Bandaríkjaher kom til að vera með fasta viðveru á Íslandi sama ár og slysið varð. „Með þessari athöfn minnumst við einnig þessa sterka sambands sem ríkin tvö hafa átt undanfarin 75 ár.“Þótt bandaríski herinn hafi farið héðan árið 2006 ver bandaríska ríkið enn miklum fjármunum í innviði og viðhald á keflavíkurvelli enda viðveran alltaf einhver.Rúmur áratugur er frá því að bandaríski herinn fór héðan. Aðspurður segir Clark ekki hafa komið til umræðu milli ríkjanna að herinn snúi aftur til að vera með fasta viðveru hér, en hins vegar sé rætt um takmarkaðri viðveru. „Við í bandaríska hernum höfum þó nokkra viðveru hér vegna loftvarnareftirlitsins og það krefst töluverðra fjárfestinga í innviðum,“ segir Clark og bætir við: „Til marks um mikilvægi Íslands fyrir okkur, þá erum við að verja 14,5 milljónum dollara í innviði á Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“ Clark segir fjárfestingar í innviðum þó ekki eingöngu vegna bandarískrar viðveru heldur hafi önnur NATO-ríki einnig gagn af því enda fari um þúsund flugvélar NATO-ríkja í gegnum Keflavík árlega. „Þannig að við þurfum og viljum hafa flugbrautir og önnur mannvirki í fullkomnu ástandi ef og þegar við þurfum á þeim að halda.“ Clark segir varnarsamvinnu Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki einungis meðal NATO-ríkja heldur einnig meðal ríkja sem standa utan NATO, eins og Finnland og Svíþjóð. „Við erum að byggja upp sameiginleg varnarlið og slíkt krefst flókins undirbúnings og æfinga við mismunandi aðstæður,“ segir Clark, aðspurður um stórar fyrirhugaðar heræfingar í Noregi í haust. Þótt Clark fallist á að spennustigið í NATO sé töluvert hærra en það hefur verið undanfarin ár vill hann lítið tjá sig um mögulegar hættur sem ógnað geta Evrópu og aðspurður um ótta Norðurlandanna og ríkja austar í Evrópu við Rússa segist Clark ekki geta talað fyrir þeirra hönd. „Ég veit hins vegar að þessi ríki eru mjög öflugir þátttakendur í varnarsamstarfinu, en hvort það er drifið af einhverjum ótta eða óróleika þori ég ekki að segja til um,“ segir Clark. Frá Bandaríkjamönnum séð snúist uppbygging varnarsamstarfsins í Evrópu ekki síst um mikilvægi NATO og góða samvinnu. „Það krefst bæði liðsafla og fjárfestinga og tekur tíma. Við hugsum ávallt þannig að við þurfum að vera undirbúin undir það versta en vona það besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er okkur enn mjög mikilvægt og jafnvel mikilvægara nú á síðustu árum,“ segir Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, sem staddur er hér á landi til að minnast fjórtán hermanna sem fórust í flugslysi fyrir 75 árum með sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagradalsfjalli 3 maí 1943. Minnismerki var afhjúpað á slysstaðnum í gær og minningarathöfn haldin í Andrews kvikmyndahúsinu á Keflavíkurvelli. „Þótt slysið sé ekki mjög þekktur atburður í sögunni er þetta söguleg stund, ekki einungis vegna slyssins,“ segir Clark og vísar til þess að Bandaríkjaher kom til að vera með fasta viðveru á Íslandi sama ár og slysið varð. „Með þessari athöfn minnumst við einnig þessa sterka sambands sem ríkin tvö hafa átt undanfarin 75 ár.“Þótt bandaríski herinn hafi farið héðan árið 2006 ver bandaríska ríkið enn miklum fjármunum í innviði og viðhald á keflavíkurvelli enda viðveran alltaf einhver.Rúmur áratugur er frá því að bandaríski herinn fór héðan. Aðspurður segir Clark ekki hafa komið til umræðu milli ríkjanna að herinn snúi aftur til að vera með fasta viðveru hér, en hins vegar sé rætt um takmarkaðri viðveru. „Við í bandaríska hernum höfum þó nokkra viðveru hér vegna loftvarnareftirlitsins og það krefst töluverðra fjárfestinga í innviðum,“ segir Clark og bætir við: „Til marks um mikilvægi Íslands fyrir okkur, þá erum við að verja 14,5 milljónum dollara í innviði á Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“ Clark segir fjárfestingar í innviðum þó ekki eingöngu vegna bandarískrar viðveru heldur hafi önnur NATO-ríki einnig gagn af því enda fari um þúsund flugvélar NATO-ríkja í gegnum Keflavík árlega. „Þannig að við þurfum og viljum hafa flugbrautir og önnur mannvirki í fullkomnu ástandi ef og þegar við þurfum á þeim að halda.“ Clark segir varnarsamvinnu Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki einungis meðal NATO-ríkja heldur einnig meðal ríkja sem standa utan NATO, eins og Finnland og Svíþjóð. „Við erum að byggja upp sameiginleg varnarlið og slíkt krefst flókins undirbúnings og æfinga við mismunandi aðstæður,“ segir Clark, aðspurður um stórar fyrirhugaðar heræfingar í Noregi í haust. Þótt Clark fallist á að spennustigið í NATO sé töluvert hærra en það hefur verið undanfarin ár vill hann lítið tjá sig um mögulegar hættur sem ógnað geta Evrópu og aðspurður um ótta Norðurlandanna og ríkja austar í Evrópu við Rússa segist Clark ekki geta talað fyrir þeirra hönd. „Ég veit hins vegar að þessi ríki eru mjög öflugir þátttakendur í varnarsamstarfinu, en hvort það er drifið af einhverjum ótta eða óróleika þori ég ekki að segja til um,“ segir Clark. Frá Bandaríkjamönnum séð snúist uppbygging varnarsamstarfsins í Evrópu ekki síst um mikilvægi NATO og góða samvinnu. „Það krefst bæði liðsafla og fjárfestinga og tekur tíma. Við hugsum ávallt þannig að við þurfum að vera undirbúin undir það versta en vona það besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira