Meta Heimavelli 2 til 26 prósent yfir útboðsgengi Helgi Vífill skrifar 5. maí 2018 08:45 Heimavellir eiga meðal annars íbúðir í Bryggjuhverfinu. fréttablaðið/vilhelm Capacent verðmetur gengi leigufélagsins Heimavalla, sem stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað, á 1,74 krónur á hlut. Útboðsgengið er 1,38-1,71, samkvæmt tilboðsbók B. Verðmatsgengið er því allt frá 26 prósentum yfir útboðsgengi í 2 prósent yfir útboðsgengi, allt eftir hvernig rætist úr hlutafjárútboðinu sem fram fer á mánudag og þriðjudag. Þetta kemur fram í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Heimavellir eru fyrsta félagið sem skráð er á Aðallistann eftir fjármálahrun sem hyggst afla fjármagns með skráningu á hlutabréfamarkað. Leigufélagið mun afla um 1-1,3 milljarða króna í hlutafjárútboðinu, miðað við téð útboðsgengi, og hyggst nýta fjármunina til að greiða niður skuldir sem hafa safnast samhliða örum vexti. Um er að ræða fyrsta íbúðaleigufélagið á markað en fyrir á fleti eru þrjú fasteignafélög sem leigja atvinnuhúsnæði. Heildarvirði Heimavalla, það er samanlagt virði skulda og virði hlutafjár samkvæmt verðmatinu, miðað við hagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, er 26 prósentum undir meðaltali skráðra norrænna fasteignafélaga. Að sama skapi er hlutfallið 26 prósentum hærra en hjá íslensku fasteignafélögunum. „Þessi niðurstaða er ekki óeðlileg að mati Capacent þar sem Heimavellir eiga eftir að sanna sig á markaði og endurfjármögnun skulda félagsins verður verðugt verkefni næstu misserin,“ segir í verðmatinu. Fram kemur í verðmati Capacent að frá árinu 2009 hafi hlutfall leiguíbúða af markaðnum aukist úr 14 prósentum í 22 prósent. Hlutfallið hafi haldist þrátt fyrir verulegan hagvöxt, bætta eiginfjárstöðu heimila og auknar ráðstöfunartekjur íbúa. Því virðist að landsmenn líti í auknum mæli til þess möguleika að leigja í stað þess að eiga. „Íslendingar eru þekktir fyrir annað en að bregðast ekki við þegar vindáttin breytist,“ segir í verðmatinu. Ef verulegar breytingar verði á markaðsaðstæðum og landsmenn kjósi að eiga frekar en að leigja eigi Heimavellir kost á að selja einstakar eignir úr safninu eftir því sem eftirspurn dvínar. Það myndi hins vegar draga úr hagkvæmni í rekstri félagsins og skapa óvissu um rekstrarforsendur. Capacent bendir á þá áhættu sem kann að skapast ef verkalýðsfélög og sveitarfélög auka framboð á leiguíbúðum. Það gæti haft áhrif á þann hluta markaðarins sem er með lægri tekjur. Sá hluti markaðarins er um 30 prósent, það er félagslegar íbúðir og námsmannaíbúðir, samkvæmt mati Heimavalla. Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Capacent verðmetur gengi leigufélagsins Heimavalla, sem stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað, á 1,74 krónur á hlut. Útboðsgengið er 1,38-1,71, samkvæmt tilboðsbók B. Verðmatsgengið er því allt frá 26 prósentum yfir útboðsgengi í 2 prósent yfir útboðsgengi, allt eftir hvernig rætist úr hlutafjárútboðinu sem fram fer á mánudag og þriðjudag. Þetta kemur fram í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Heimavellir eru fyrsta félagið sem skráð er á Aðallistann eftir fjármálahrun sem hyggst afla fjármagns með skráningu á hlutabréfamarkað. Leigufélagið mun afla um 1-1,3 milljarða króna í hlutafjárútboðinu, miðað við téð útboðsgengi, og hyggst nýta fjármunina til að greiða niður skuldir sem hafa safnast samhliða örum vexti. Um er að ræða fyrsta íbúðaleigufélagið á markað en fyrir á fleti eru þrjú fasteignafélög sem leigja atvinnuhúsnæði. Heildarvirði Heimavalla, það er samanlagt virði skulda og virði hlutafjár samkvæmt verðmatinu, miðað við hagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, er 26 prósentum undir meðaltali skráðra norrænna fasteignafélaga. Að sama skapi er hlutfallið 26 prósentum hærra en hjá íslensku fasteignafélögunum. „Þessi niðurstaða er ekki óeðlileg að mati Capacent þar sem Heimavellir eiga eftir að sanna sig á markaði og endurfjármögnun skulda félagsins verður verðugt verkefni næstu misserin,“ segir í verðmatinu. Fram kemur í verðmati Capacent að frá árinu 2009 hafi hlutfall leiguíbúða af markaðnum aukist úr 14 prósentum í 22 prósent. Hlutfallið hafi haldist þrátt fyrir verulegan hagvöxt, bætta eiginfjárstöðu heimila og auknar ráðstöfunartekjur íbúa. Því virðist að landsmenn líti í auknum mæli til þess möguleika að leigja í stað þess að eiga. „Íslendingar eru þekktir fyrir annað en að bregðast ekki við þegar vindáttin breytist,“ segir í verðmatinu. Ef verulegar breytingar verði á markaðsaðstæðum og landsmenn kjósi að eiga frekar en að leigja eigi Heimavellir kost á að selja einstakar eignir úr safninu eftir því sem eftirspurn dvínar. Það myndi hins vegar draga úr hagkvæmni í rekstri félagsins og skapa óvissu um rekstrarforsendur. Capacent bendir á þá áhættu sem kann að skapast ef verkalýðsfélög og sveitarfélög auka framboð á leiguíbúðum. Það gæti haft áhrif á þann hluta markaðarins sem er með lægri tekjur. Sá hluti markaðarins er um 30 prósent, það er félagslegar íbúðir og námsmannaíbúðir, samkvæmt mati Heimavalla.
Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira