Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 13:54 „Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
„Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06
Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00