Þarft innlegg í umræðuna um fjármálaáætlun Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. maí 2018 13:16 Björn Leví Gunnarsson. Vísir/ernir Aukin fjárþörf Landspítala á árunum 2019 til 2023 miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nemur 80 milljörðum króna samkvæmt umsögn Landspítalans. Nefndarmaður Pirata í fjárlaganefnd segir mikilvægt að taka tillit til þessa mats í áframhaldinu. Í umsögninni sem fjallað var um á Vísi hér í gær, segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega „en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“ Alls 27 milljarða vantar svo aukalega í endurnýjun tækjabúnaðar í núverandi húsnæði, endurbætur á húsnæðinu og svo byggingu nýs húsnæðis. Gangi fjármálaáætlunin óbreytt í gegn mun það „leiða til samdráttar í þjónustuframboði eða hallarekstrar á Landspítala,“ segir að lokum. Undir umsögnina skrifa Páll Mattíasson, forstjóri Landspítala, og María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.Veikleikar í fjármálaáætluninni Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd segir þetta mikilvægt mat. „Matið frá Landspítalanum hefur hingað til verið mjög nákvæmt í rauninni og það er mjög ánægjulegt að fá svona fimm ára mat fram í tímann. Þá getum við betur skoðað hvernig þetta þróast eftir árum. Þetta er þarft innlegg í umræðuna um fjármálaáætlun.“ Hann segir lítinn tíma til að bregðast við. „Þetta eru tvímælalaust faglegar upplýsingar innan úr spítalanum og heilbrigðiskerfinu hvar veikleikar eru í fjármálaáætluninni. Þannig að það er óhjákvæmilegt að við þurfum að skoða þetta betur og eins og ég sagði áðan þá hef ég enga ástæðu til að halda að þetta sé eitthvað ónákvæmt mat hjá þeim.“ Björn segir að það sé miður að svona stuttur tími gefist til að fara yfir málið. „Okkur er eiginlega svolítið stillt upp við vegg hvað varðar tímasetningar, að klára þetta. Ég á enn eftir að sjá að ríkisstjórnin komi með tillögur á fjármálaáætlun, það hefur ekki gerst ennþá þannig að ég hlakka til að sjá hvaða viðbrögð þau hafa við þessu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali þarf 80 milljarða umfram fjármálaáætlun Aukin fjárþörf Landspítala á árunum 2019-2023 miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nemur 80 milljörðum króna samkvæmt umsögn Landspítalans við fjármálaáætlunina. 5. maí 2018 15:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Aukin fjárþörf Landspítala á árunum 2019 til 2023 miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nemur 80 milljörðum króna samkvæmt umsögn Landspítalans. Nefndarmaður Pirata í fjárlaganefnd segir mikilvægt að taka tillit til þessa mats í áframhaldinu. Í umsögninni sem fjallað var um á Vísi hér í gær, segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega „en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“ Alls 27 milljarða vantar svo aukalega í endurnýjun tækjabúnaðar í núverandi húsnæði, endurbætur á húsnæðinu og svo byggingu nýs húsnæðis. Gangi fjármálaáætlunin óbreytt í gegn mun það „leiða til samdráttar í þjónustuframboði eða hallarekstrar á Landspítala,“ segir að lokum. Undir umsögnina skrifa Páll Mattíasson, forstjóri Landspítala, og María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.Veikleikar í fjármálaáætluninni Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd segir þetta mikilvægt mat. „Matið frá Landspítalanum hefur hingað til verið mjög nákvæmt í rauninni og það er mjög ánægjulegt að fá svona fimm ára mat fram í tímann. Þá getum við betur skoðað hvernig þetta þróast eftir árum. Þetta er þarft innlegg í umræðuna um fjármálaáætlun.“ Hann segir lítinn tíma til að bregðast við. „Þetta eru tvímælalaust faglegar upplýsingar innan úr spítalanum og heilbrigðiskerfinu hvar veikleikar eru í fjármálaáætluninni. Þannig að það er óhjákvæmilegt að við þurfum að skoða þetta betur og eins og ég sagði áðan þá hef ég enga ástæðu til að halda að þetta sé eitthvað ónákvæmt mat hjá þeim.“ Björn segir að það sé miður að svona stuttur tími gefist til að fara yfir málið. „Okkur er eiginlega svolítið stillt upp við vegg hvað varðar tímasetningar, að klára þetta. Ég á enn eftir að sjá að ríkisstjórnin komi með tillögur á fjármálaáætlun, það hefur ekki gerst ennþá þannig að ég hlakka til að sjá hvaða viðbrögð þau hafa við þessu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali þarf 80 milljarða umfram fjármálaáætlun Aukin fjárþörf Landspítala á árunum 2019-2023 miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nemur 80 milljörðum króna samkvæmt umsögn Landspítalans við fjármálaáætlunina. 5. maí 2018 15:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Landspítali þarf 80 milljarða umfram fjármálaáætlun Aukin fjárþörf Landspítala á árunum 2019-2023 miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nemur 80 milljörðum króna samkvæmt umsögn Landspítalans við fjármálaáætlunina. 5. maí 2018 15:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent