Ekki lokaákvörðun um Söknuð í Skandinavíu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 08:00 Jóhann Helgason og Jóhann, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar sem samdi texta við Söknuð. Jóhann boðar málaferli vegna stuldar á laginu. Vísir/eyþór Hvorki höfundaréttarsamtök tónskálda í Noregi né í Svíþjóð hafa ákvarðað að lagið You Raise Me Up sé ekki eftirlíking af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason líkt og höfundur fyrrnefnda lagsins og útgefandi hans hafa fullyrt. Í viðtali við Verdens Gang í apríl var haft eftir Rolf Lövland, höfundi lagsins You Raise Me Up, að álitamálið um það hvort það sé eftirlíking af Söknuði hafi verið til lykta leitt með niðurstöðu sænsku höfundaréttarsamtakanna STIM á árinu 2004. Haft var eftir Martin Ingeström, forstjóra Universal í Stokkhólmi, í Fréttablaðinu 6. apríl, að málið hefði þegar verið „skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka“ með þeirri niðurstöðu að ekki væri um stuld að ræða. Universal er útgefandi Rolfs Lövland. Ingeström segist þar eiga við STIM og norsku höfundaréttarsamtökin TONO. Hvorki TONO né STIM hafa hins vegar það hlutverk að skera úr um álitaefni af þessu tagi. „Skoðun nefndarinnar er ekki bindandi ákvörðun heldur einfaldlega sérfræðiálit til leiðbeiningar,“ segir á heimasíðu STIM um hlutverk matsnefndar samtakanna.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli JóhannsÁ heimasíðu TONO segir að samtökin hafi „ekki vald til að skera úr um ágreining tveggja aðila í málum sem varða til dæmis lagastuld og slíkar höfundaréttardeilur“. Það sem Lövland og útgefandi hans vísa til er leiðbeinandi álit sem unnið var á ráðstefnu norrænna höfundaréttarsamtaka í Osló í júní 2004 og er merkt matsnefnd hinu norska TONO. Þar segir að nefndarmenn hafi borið saman lögin Söknuð, You Raise Me Up og „ömmu þeirra beggja“; írska þjóðlagið Danny Boy. „Það var einhuga stuðningur við það sjónarmið að fyrir tónlist af þessu tagi verði líkindin að vera nákvæmari og vara mun lengur til að réttlæta kröfu um brot á höfundarétti,“ segir í lokaorðum álitsins. Málið var aftur rætt á ráðstefnu höfundaréttasamtakanna í Helsinki á árinu 2005 með sömu niðurstöðu. „Það finnst sem sagt varla ástæða til að gruna lagastuld,“ var ályktun fundarins í Helsinki. Þar voru tekin fyrir fjögur meint lagastuldarmál. Tvö þeirra vörðuðu Rolf Lövland. Hvorugt laganna var talið vera stolið. Nefndin klofnaði þó varðandi lagið Adagio eftir Lövland sem haldið var fram að væri lagið Les feuilles mortes – eða Autum Leaves – eftir Joseph Kosma. Eins og komið hefur fram telja tveir íslenskir sérfræðingar sem báru saman Söknuð og You Raise Me Up fyrir STEF í apríl 2004 að lögin séu sláandi lík. Annar þeirra, Ríkharður Örn Pálsson, sat reyndar síðar fundinn í Helsinki fyrir hönd STEFs. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Hvorki höfundaréttarsamtök tónskálda í Noregi né í Svíþjóð hafa ákvarðað að lagið You Raise Me Up sé ekki eftirlíking af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason líkt og höfundur fyrrnefnda lagsins og útgefandi hans hafa fullyrt. Í viðtali við Verdens Gang í apríl var haft eftir Rolf Lövland, höfundi lagsins You Raise Me Up, að álitamálið um það hvort það sé eftirlíking af Söknuði hafi verið til lykta leitt með niðurstöðu sænsku höfundaréttarsamtakanna STIM á árinu 2004. Haft var eftir Martin Ingeström, forstjóra Universal í Stokkhólmi, í Fréttablaðinu 6. apríl, að málið hefði þegar verið „skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka“ með þeirri niðurstöðu að ekki væri um stuld að ræða. Universal er útgefandi Rolfs Lövland. Ingeström segist þar eiga við STIM og norsku höfundaréttarsamtökin TONO. Hvorki TONO né STIM hafa hins vegar það hlutverk að skera úr um álitaefni af þessu tagi. „Skoðun nefndarinnar er ekki bindandi ákvörðun heldur einfaldlega sérfræðiálit til leiðbeiningar,“ segir á heimasíðu STIM um hlutverk matsnefndar samtakanna.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli JóhannsÁ heimasíðu TONO segir að samtökin hafi „ekki vald til að skera úr um ágreining tveggja aðila í málum sem varða til dæmis lagastuld og slíkar höfundaréttardeilur“. Það sem Lövland og útgefandi hans vísa til er leiðbeinandi álit sem unnið var á ráðstefnu norrænna höfundaréttarsamtaka í Osló í júní 2004 og er merkt matsnefnd hinu norska TONO. Þar segir að nefndarmenn hafi borið saman lögin Söknuð, You Raise Me Up og „ömmu þeirra beggja“; írska þjóðlagið Danny Boy. „Það var einhuga stuðningur við það sjónarmið að fyrir tónlist af þessu tagi verði líkindin að vera nákvæmari og vara mun lengur til að réttlæta kröfu um brot á höfundarétti,“ segir í lokaorðum álitsins. Málið var aftur rætt á ráðstefnu höfundaréttasamtakanna í Helsinki á árinu 2005 með sömu niðurstöðu. „Það finnst sem sagt varla ástæða til að gruna lagastuld,“ var ályktun fundarins í Helsinki. Þar voru tekin fyrir fjögur meint lagastuldarmál. Tvö þeirra vörðuðu Rolf Lövland. Hvorugt laganna var talið vera stolið. Nefndin klofnaði þó varðandi lagið Adagio eftir Lövland sem haldið var fram að væri lagið Les feuilles mortes – eða Autum Leaves – eftir Joseph Kosma. Eins og komið hefur fram telja tveir íslenskir sérfræðingar sem báru saman Söknuð og You Raise Me Up fyrir STEF í apríl 2004 að lögin séu sláandi lík. Annar þeirra, Ríkharður Örn Pálsson, sat reyndar síðar fundinn í Helsinki fyrir hönd STEFs.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15
Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45