Ari fyrir stóru stundina: „Get ekki beðið, þetta verður æðislegt“ Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar 8. maí 2018 16:00 „Ég er alveg rosalega vel stemmdur og hlakka alveg ofboðslega mikið til,“ segir Ari Ólafsson sem stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum. Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Ari er sáttur með hvernig gekk á dómararennslinu í gær. „Þetta var í raun minn besti flutningur á þessu lagi frá upphafi. Vonandi geri ég eins í kvöld og þá get ég farið glaður heim.“ Ara er farið að líða betur og betur á sviðinu i Altice-höllinni. „Krafturinn í fólkinu á sviðinu með mér er ótrúlegur og þetta verður eitthvað í kvöld. Ég er í raun ekkert stressaður. Dagurinn í gær var yndislegur, og núna veit maður allt sem maður þarf að vita. Ég get ekki beðið, þetta verður æðislegt.“Þórunn Erna Clausen er spennt fyrir kvöldinu.Þórunn Erna Clausen er lagahöfundur lagsins Our Choice og syngur einnig í bakraddarsveit Ara Ólafssonar. Hún segir að það sé komin mikil orka í allan hópinn. „Við erum mjög vel stemmd en það er auðvitað alveg fiðringur í maganum, ég get ekki neitað því. Það var gott að fara vel í gegnum þetta í gær og núna í dag líður okkur ennþá betur,“ segir Þórunn og bætir við að dómararennslið í gær hafi gengið mjög vel. „Það er rosalega góð orka í hópnum og mikill kærleikur. Við knúsumst bara, öndum saman og róum okkur þannig. Ég get ekki sagt að við séum að fara yfir um úr stressi, það líður öllum mjög vel.“ Hér að neðan má sjá viðtöl við þau Ara Ólafsson og Þórunni Ernu Clausen.Ítarlega verður fjallað um Eurovision í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem komið verður við í Eurovision-partýi og púlsinn tekinn í Portúgal. Eurovision Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
„Ég er alveg rosalega vel stemmdur og hlakka alveg ofboðslega mikið til,“ segir Ari Ólafsson sem stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum. Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Ari er sáttur með hvernig gekk á dómararennslinu í gær. „Þetta var í raun minn besti flutningur á þessu lagi frá upphafi. Vonandi geri ég eins í kvöld og þá get ég farið glaður heim.“ Ara er farið að líða betur og betur á sviðinu i Altice-höllinni. „Krafturinn í fólkinu á sviðinu með mér er ótrúlegur og þetta verður eitthvað í kvöld. Ég er í raun ekkert stressaður. Dagurinn í gær var yndislegur, og núna veit maður allt sem maður þarf að vita. Ég get ekki beðið, þetta verður æðislegt.“Þórunn Erna Clausen er spennt fyrir kvöldinu.Þórunn Erna Clausen er lagahöfundur lagsins Our Choice og syngur einnig í bakraddarsveit Ara Ólafssonar. Hún segir að það sé komin mikil orka í allan hópinn. „Við erum mjög vel stemmd en það er auðvitað alveg fiðringur í maganum, ég get ekki neitað því. Það var gott að fara vel í gegnum þetta í gær og núna í dag líður okkur ennþá betur,“ segir Þórunn og bætir við að dómararennslið í gær hafi gengið mjög vel. „Það er rosalega góð orka í hópnum og mikill kærleikur. Við knúsumst bara, öndum saman og róum okkur þannig. Ég get ekki sagt að við séum að fara yfir um úr stressi, það líður öllum mjög vel.“ Hér að neðan má sjá viðtöl við þau Ara Ólafsson og Þórunni Ernu Clausen.Ítarlega verður fjallað um Eurovision í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem komið verður við í Eurovision-partýi og púlsinn tekinn í Portúgal.
Eurovision Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira