„Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2018 18:09 Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar en Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. vísir/andri marinó Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að málið sem nú skekur tónlistar-og ráðstefnuhúsið Hörpu sé „vont mál.“ Greint var frá því í gærkvöldi að meirihluti þeirra þjónustufulltrúa sem starfað hafa í Hörpu hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með launahækkun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en um síðustu áramót var þjónustufulltrúum gert að taka á sig launalækkun. Líf tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir þar meðal annars að svona eigi fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Við verðum að endurskoða stefnu borgarinnar og aðkomu hennar að launastefnu fyrirtækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera. Það er alls ekki forgangsmál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa launin. Þeir geta beðið. Þau lægstlaunuðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfskjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyrirtæki í eigu borgarinnar. Mér finnast ákvarðanir stjórnar Hörpu bera vott um dómgreindarleysi. Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórnenda á sama tíma og verið er að vinna að hagræðingu. Reykjavíkurborg þarf að senda stjórninni tilmæli í framhaldinu um að móta sér starfkjarastefnu sem tryggir að laun æðstu stjórnenda verði ekki hækkuð umfram það sem venjulegu launafólki stendur til boða,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag tilkynnti Svanhildur á Facebook-síðu sinni að hún hefði farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. Þá ræddi Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að málið sem nú skekur tónlistar-og ráðstefnuhúsið Hörpu sé „vont mál.“ Greint var frá því í gærkvöldi að meirihluti þeirra þjónustufulltrúa sem starfað hafa í Hörpu hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með launahækkun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en um síðustu áramót var þjónustufulltrúum gert að taka á sig launalækkun. Líf tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir þar meðal annars að svona eigi fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Við verðum að endurskoða stefnu borgarinnar og aðkomu hennar að launastefnu fyrirtækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera. Það er alls ekki forgangsmál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa launin. Þeir geta beðið. Þau lægstlaunuðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfskjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyrirtæki í eigu borgarinnar. Mér finnast ákvarðanir stjórnar Hörpu bera vott um dómgreindarleysi. Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórnenda á sama tíma og verið er að vinna að hagræðingu. Reykjavíkurborg þarf að senda stjórninni tilmæli í framhaldinu um að móta sér starfkjarastefnu sem tryggir að laun æðstu stjórnenda verði ekki hækkuð umfram það sem venjulegu launafólki stendur til boða,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag tilkynnti Svanhildur á Facebook-síðu sinni að hún hefði farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. Þá ræddi Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36