„Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2018 18:09 Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar en Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. vísir/andri marinó Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að málið sem nú skekur tónlistar-og ráðstefnuhúsið Hörpu sé „vont mál.“ Greint var frá því í gærkvöldi að meirihluti þeirra þjónustufulltrúa sem starfað hafa í Hörpu hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með launahækkun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en um síðustu áramót var þjónustufulltrúum gert að taka á sig launalækkun. Líf tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir þar meðal annars að svona eigi fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Við verðum að endurskoða stefnu borgarinnar og aðkomu hennar að launastefnu fyrirtækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera. Það er alls ekki forgangsmál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa launin. Þeir geta beðið. Þau lægstlaunuðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfskjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyrirtæki í eigu borgarinnar. Mér finnast ákvarðanir stjórnar Hörpu bera vott um dómgreindarleysi. Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórnenda á sama tíma og verið er að vinna að hagræðingu. Reykjavíkurborg þarf að senda stjórninni tilmæli í framhaldinu um að móta sér starfkjarastefnu sem tryggir að laun æðstu stjórnenda verði ekki hækkuð umfram það sem venjulegu launafólki stendur til boða,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag tilkynnti Svanhildur á Facebook-síðu sinni að hún hefði farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. Þá ræddi Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir að málið sem nú skekur tónlistar-og ráðstefnuhúsið Hörpu sé „vont mál.“ Greint var frá því í gærkvöldi að meirihluti þeirra þjónustufulltrúa sem starfað hafa í Hörpu hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með launahækkun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en um síðustu áramót var þjónustufulltrúum gert að taka á sig launalækkun. Líf tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir þar meðal annars að svona eigi fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Harpa er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram. Við verðum að endurskoða stefnu borgarinnar og aðkomu hennar að launastefnu fyrirtækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera. Það er alls ekki forgangsmál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa launin. Þeir geta beðið. Þau lægstlaunuðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfskjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyrirtæki í eigu borgarinnar. Mér finnast ákvarðanir stjórnar Hörpu bera vott um dómgreindarleysi. Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórnenda á sama tíma og verið er að vinna að hagræðingu. Reykjavíkurborg þarf að senda stjórninni tilmæli í framhaldinu um að móta sér starfkjarastefnu sem tryggir að laun æðstu stjórnenda verði ekki hækkuð umfram það sem venjulegu launafólki stendur til boða,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag tilkynnti Svanhildur á Facebook-síðu sinni að hún hefði farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. Þá ræddi Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36