Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 10:51 Hópur Íslands á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi. Vísir/Getty Reynsluboltarnir Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir segja Ara Ólafsson hafa staðið sig vel á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi þótt framlag Íslands, Our Choice, hafi ekki komist áfram í úrslitin. Þau eru hins vegar sammála að atriði Íslands hafi verið steindautt og ekkert að gerast. „Hann stóð sig frábærlega en ég er persónulega ekki hrifin af því hvernig þau sviðsettu atriðið. Það var ekkert að gerast þarna,“ segir Sigga sem var í fararbroddi fyrir Ísland í Eurovision á tíunda áratugnum. Hafnaði í fjórða sæti 1990 og sjöunda sæti tveimur árum síðar.Sigga Beinteins er reynslubolti þegar kemur að Eurovision. Henni fannst atriðið steindautt.Vísir/ErnirMeiri hreyfing hjá Stebba og Eyva 1991 Eyfi tók undir með Siggu en þau voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari hefði sýnt á sviðinu að ekkert væri að trufla hann, pilturinn kynni að syngja og Þórunn Erna Clausen að semja lög. „Hann var algjörlega „blanco“ þessi performans. Ekki söngurinn heldur fyrir augað. Það gerðist bara ekki neitt,“ segir Eyfi. Bakraddirnar hafi gengið til Ara í lok atriðisins sem var Eyfa ekki að skapi. „Þau hefðu mátt sleppa því.“ „Það var engin grafík,“ sagði Sigga. Greinilegt að þau Eyfi voru allt annað en sátt við nýtinguna á sviðinu og hreyfingarleysið. Ari Ólafs ræddi gærkvöldið í viðtali við Vísi að keppninni lokinni.„Þau ætluðu að nota andlitið hans mikið. Það var mikið af close-up skotum,“ segir Sigga. Sum skotin hafi verið óþægilega nálægt Ara. „Ég held þau hafi bara ákveðið að gera ekki neitt,“ segir Eyfi. Allt skipti máli þessar þrjár mínútur. „Það var meiri hreyfing á okkur Stebba 1991,“ sagði Eyfi. „Þetta var algjörlega steindautt.“Stebbi og Eyvi í Nínugöllunum sínum.Vísir/VilhelmFannst vanta karl í kynningarteymið Aðspurð hver beri ábyrgð bendir Sigga á íslenska teymið. Þar fara fremst í flokki lagahöfundurinn Þórunn Erna Clausen, leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarsson og framleiðandinn Ragnar Santos. Sigga var sömuleiðis ekki hrifin af kynnum kvöldsins sem hafi misst sig í fimmaurabröndurum sem enginn hafi hlegið að. Þá saknaði Eyfi þess að það væri karl í kynningateyminu sem fjórar konur skipuðu. Þau voru sammála um að í Ara Ólafssyni væri að finna frábæran söngvara sem ætti framtíðina fyrir sér.Gagnrýni Eyfa og Siggu í Bítinu má heyra í klippunni hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Reynsluboltarnir Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir segja Ara Ólafsson hafa staðið sig vel á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi þótt framlag Íslands, Our Choice, hafi ekki komist áfram í úrslitin. Þau eru hins vegar sammála að atriði Íslands hafi verið steindautt og ekkert að gerast. „Hann stóð sig frábærlega en ég er persónulega ekki hrifin af því hvernig þau sviðsettu atriðið. Það var ekkert að gerast þarna,“ segir Sigga sem var í fararbroddi fyrir Ísland í Eurovision á tíunda áratugnum. Hafnaði í fjórða sæti 1990 og sjöunda sæti tveimur árum síðar.Sigga Beinteins er reynslubolti þegar kemur að Eurovision. Henni fannst atriðið steindautt.Vísir/ErnirMeiri hreyfing hjá Stebba og Eyva 1991 Eyfi tók undir með Siggu en þau voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari hefði sýnt á sviðinu að ekkert væri að trufla hann, pilturinn kynni að syngja og Þórunn Erna Clausen að semja lög. „Hann var algjörlega „blanco“ þessi performans. Ekki söngurinn heldur fyrir augað. Það gerðist bara ekki neitt,“ segir Eyfi. Bakraddirnar hafi gengið til Ara í lok atriðisins sem var Eyfa ekki að skapi. „Þau hefðu mátt sleppa því.“ „Það var engin grafík,“ sagði Sigga. Greinilegt að þau Eyfi voru allt annað en sátt við nýtinguna á sviðinu og hreyfingarleysið. Ari Ólafs ræddi gærkvöldið í viðtali við Vísi að keppninni lokinni.„Þau ætluðu að nota andlitið hans mikið. Það var mikið af close-up skotum,“ segir Sigga. Sum skotin hafi verið óþægilega nálægt Ara. „Ég held þau hafi bara ákveðið að gera ekki neitt,“ segir Eyfi. Allt skipti máli þessar þrjár mínútur. „Það var meiri hreyfing á okkur Stebba 1991,“ sagði Eyfi. „Þetta var algjörlega steindautt.“Stebbi og Eyvi í Nínugöllunum sínum.Vísir/VilhelmFannst vanta karl í kynningarteymið Aðspurð hver beri ábyrgð bendir Sigga á íslenska teymið. Þar fara fremst í flokki lagahöfundurinn Þórunn Erna Clausen, leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarsson og framleiðandinn Ragnar Santos. Sigga var sömuleiðis ekki hrifin af kynnum kvöldsins sem hafi misst sig í fimmaurabröndurum sem enginn hafi hlegið að. Þá saknaði Eyfi þess að það væri karl í kynningateyminu sem fjórar konur skipuðu. Þau voru sammála um að í Ara Ólafssyni væri að finna frábæran söngvara sem ætti framtíðina fyrir sér.Gagnrýni Eyfa og Siggu í Bítinu má heyra í klippunni hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31