Tiger spilar með Mickelson og Fowler Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2018 15:00 Tiger hress á blaðamannafundi eftir æfingahring í gær. vísir/getty Players-meistaramótið hefst á hinum frábæra Sawgrass-velli á morgun. Þetta mót er oft kallað fimmta risamótið. Ráshópur dagsins er með Tiger Woods, Phil Mickelson og Rickie Fowler. Tiger Woods hefur verið hlustskarpastur á þessu móti í tvígang og getur orðið aðeins annar maðurinn á eftir Jack Nicklaus til þess að vinna það þrisvar. Aðeins sex kylfingum hefur tekist að vinna í tvígang. Hann hefur aftur á móti ekki spilað á vellinum síðan honum var breytt umtalsvert. „Ég gíra mig upp með því að horfa á sjálfan mig eiga góðar stundir á vellinum. Þá var ég á mikilli siglingu,“ sagði Tiger afar spenntur fyrir mótinu. „Það liðu tólf ár á milli sigranna minna hérna. Á þessum velli verður maður að spila mjög vel og það er ekki hægt að komast upp með einhverja hluti hérna.“ Tiger púttaði illa á sínu síðasta móti og var ekki á meðal 50 efstu á því móti. Mótið verður sýnt beint á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Players-meistaramótið hefst á hinum frábæra Sawgrass-velli á morgun. Þetta mót er oft kallað fimmta risamótið. Ráshópur dagsins er með Tiger Woods, Phil Mickelson og Rickie Fowler. Tiger Woods hefur verið hlustskarpastur á þessu móti í tvígang og getur orðið aðeins annar maðurinn á eftir Jack Nicklaus til þess að vinna það þrisvar. Aðeins sex kylfingum hefur tekist að vinna í tvígang. Hann hefur aftur á móti ekki spilað á vellinum síðan honum var breytt umtalsvert. „Ég gíra mig upp með því að horfa á sjálfan mig eiga góðar stundir á vellinum. Þá var ég á mikilli siglingu,“ sagði Tiger afar spenntur fyrir mótinu. „Það liðu tólf ár á milli sigranna minna hérna. Á þessum velli verður maður að spila mjög vel og það er ekki hægt að komast upp með einhverja hluti hérna.“ Tiger púttaði illa á sínu síðasta móti og var ekki á meðal 50 efstu á því móti. Mótið verður sýnt beint á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira