Réttindi og skyldur NPA-starfsfólks óljós Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var samþykkt á Alþingi í vikunni. Vísir/anton Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent