Sigurður laus úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2018 14:46 Fangelsið á Hólmsheiði þar sem Sigurður hefur dvalið undanfarnar tólf vikur. vísir/vilhelm Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Sigurði en héraðsdómur hafnaði beiðinni. Dómurinn varð hins vegar við kröfu um fjögurra vikna farbann yfir Sigurði. Sigurður er grunaður um aðild að fíkniefnaflutningi frá Spáni. Munirnir voru faldir í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu á Málaga ásamt Unni Birgisdóttur móður sinni.vísir/egillMálið sent aftur til lögreglu Sigurður hafði setið í gæsluvarðhaldi í rétt tæpar tólf vikur á miðvikudaginn. Ekki má halda manni lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Féllst héraðsdómur á framlengingu um varðhald til föstudags og hefur Sigurði verið sleppt. Lögregla taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það nýverið til héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gagnaöflun. Málið er því á borði lögreglu sem stendur en verður í framhaldinu aftur sent héraðssaksóknara. „Í málum sem þessum, þar sem sakborningur sætir gæsluvarðhaldi, er horft til þess að fullnægjandi rannsókn lögreglu sé lokið á tólf vikum. Það hefur ekki gengið eftir og ákæra hefur ekki verið gefin út. Tafir á rannsókn málsins mega teljast eðlilegar, m.a. vegna umfangs þess,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Sigurður var handtekinn við komuna til landsins seint í janúar. Hann er sem kunnugt er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem lamaðist við fall á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar. Sunna Elvíra var lengi vel í farbanni á Spáni en kom til landsins í síðustu viku og hefur dvalið á Grensás. Spænsk yfirvöld höfðu þátt Sunnu Elvíru til rannsóknar en málið er nú á forræði íslensku lögreglunnar sem nýtur þó áfram aðstoðar spænskra kollega. Var beiðni um frekari gögn frá Spáni send í vikunni og er þeirra beðið að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Þau bjuggu í þessu húsi sem metið var á þriðja hundrað milljón króna.Vísir/EgillÁkærður fyrir skattsvikSigurður Kristinsson sætir ákæru í öðru máli héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot. Er hann ákærður ásamt tengdamóður sinni, móður Sunnu og þriðja manni. Málið tengist fyrirtækinu SS húsum, verktakafyrirtæki sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður. Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins nema 600 milljónum króna en tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa. Skiptastjóri segir ekki miklar líkur á að upphæðir fáist greiddar upp í kröfurnar að óbreyttu.Tilkynning lögreglu í dagKarlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbannn, eða til 18. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu fíkniefnamáli.Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu embættisins um tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna, en gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag.Hann var handtekinn í janúar og hafði því verið í haldi lögreglu í tólf vikur. Rannsókn málsins, sem er á lokastigi og er m.a. unnin í samvinnu við spænsk yfirvöld, hefur verið tímafrek, en enn er beðið gagna erlendis frá. Sú gagnaöflun felur þó ekki í sér brýna rannsóknarhagsmuni. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Sigurði en héraðsdómur hafnaði beiðinni. Dómurinn varð hins vegar við kröfu um fjögurra vikna farbann yfir Sigurði. Sigurður er grunaður um aðild að fíkniefnaflutningi frá Spáni. Munirnir voru faldir í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu á Málaga ásamt Unni Birgisdóttur móður sinni.vísir/egillMálið sent aftur til lögreglu Sigurður hafði setið í gæsluvarðhaldi í rétt tæpar tólf vikur á miðvikudaginn. Ekki má halda manni lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Féllst héraðsdómur á framlengingu um varðhald til föstudags og hefur Sigurði verið sleppt. Lögregla taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það nýverið til héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gagnaöflun. Málið er því á borði lögreglu sem stendur en verður í framhaldinu aftur sent héraðssaksóknara. „Í málum sem þessum, þar sem sakborningur sætir gæsluvarðhaldi, er horft til þess að fullnægjandi rannsókn lögreglu sé lokið á tólf vikum. Það hefur ekki gengið eftir og ákæra hefur ekki verið gefin út. Tafir á rannsókn málsins mega teljast eðlilegar, m.a. vegna umfangs þess,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Sigurður var handtekinn við komuna til landsins seint í janúar. Hann er sem kunnugt er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem lamaðist við fall á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar. Sunna Elvíra var lengi vel í farbanni á Spáni en kom til landsins í síðustu viku og hefur dvalið á Grensás. Spænsk yfirvöld höfðu þátt Sunnu Elvíru til rannsóknar en málið er nú á forræði íslensku lögreglunnar sem nýtur þó áfram aðstoðar spænskra kollega. Var beiðni um frekari gögn frá Spáni send í vikunni og er þeirra beðið að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Þau bjuggu í þessu húsi sem metið var á þriðja hundrað milljón króna.Vísir/EgillÁkærður fyrir skattsvikSigurður Kristinsson sætir ákæru í öðru máli héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot. Er hann ákærður ásamt tengdamóður sinni, móður Sunnu og þriðja manni. Málið tengist fyrirtækinu SS húsum, verktakafyrirtæki sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður. Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins nema 600 milljónum króna en tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa. Skiptastjóri segir ekki miklar líkur á að upphæðir fáist greiddar upp í kröfurnar að óbreyttu.Tilkynning lögreglu í dagKarlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbannn, eða til 18. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu fíkniefnamáli.Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu embættisins um tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna, en gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag.Hann var handtekinn í janúar og hafði því verið í haldi lögreglu í tólf vikur. Rannsókn málsins, sem er á lokastigi og er m.a. unnin í samvinnu við spænsk yfirvöld, hefur verið tímafrek, en enn er beðið gagna erlendis frá. Sú gagnaöflun felur þó ekki í sér brýna rannsóknarhagsmuni.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira