Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2018 23:11 Sessions (t.v.) og Rosenstein (t.h.) hafa báðir mátt þola persónulega gagnrýni Trump undanfarna mánuði. Þó tilnefndi Trump þá báða til embætta sinna. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt embættismönnum í Hvíta húsinu að hann gæti sagt af sér af Donald Trump forseti rekur næstráðanda sinn sem hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við stjórnvöld í Kreml fyrir kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Sessions lýsti sig vanhæfan til þess vegna starfa sinna fyrir framboðið í fyrra. Trump hefur ítrekað beint reiði sinni að rannsókninni og Rosenstein sérstaklega. Vangaveltur hafa lengi verið um að forsetinn muni annað hvort reka Mueller eða Rosenstein. Nú segir Washington Post að Sessions hafi sagt Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að hann gæti fylgt Rosenstein út um dyr dómsmálaráðuneytisins ef Trump ákvæði að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Það gerði hann í símtali um síðustu helgi þegar Trump hafði verið rasandi yfir húsleit hjá Michael Cohen, lögmanni sínum. Rosenstein veitti alríkislögreglunni FBI heimild til að ráðast í húsleitirnar. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ætlun Sessions hafi ekki verið að hóta Hvíta húsinu heldur að leggja áherslu á að brottrekstur Rosenstein setti hann í ómögulega stöðu. Annar segir að Sessions hafi mislíkað hvernig Trump hefur komið fram við Rosenstein undanfarna mánuði. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt embættismönnum í Hvíta húsinu að hann gæti sagt af sér af Donald Trump forseti rekur næstráðanda sinn sem hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við stjórnvöld í Kreml fyrir kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Sessions lýsti sig vanhæfan til þess vegna starfa sinna fyrir framboðið í fyrra. Trump hefur ítrekað beint reiði sinni að rannsókninni og Rosenstein sérstaklega. Vangaveltur hafa lengi verið um að forsetinn muni annað hvort reka Mueller eða Rosenstein. Nú segir Washington Post að Sessions hafi sagt Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að hann gæti fylgt Rosenstein út um dyr dómsmálaráðuneytisins ef Trump ákvæði að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Það gerði hann í símtali um síðustu helgi þegar Trump hafði verið rasandi yfir húsleit hjá Michael Cohen, lögmanni sínum. Rosenstein veitti alríkislögreglunni FBI heimild til að ráðast í húsleitirnar. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ætlun Sessions hafi ekki verið að hóta Hvíta húsinu heldur að leggja áherslu á að brottrekstur Rosenstein setti hann í ómögulega stöðu. Annar segir að Sessions hafi mislíkað hvernig Trump hefur komið fram við Rosenstein undanfarna mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent