Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða efni skýrslunnar, útlendingamál og margt fleira sem snýr að hennar ráðuneyti.
Þá var í vikunni boðað til ráðstefnu í Reykjavík þar sem fulltrúar trúarbragða og lækavísinda komu saman til að ræða frumvarp um bann við umskurði drengja. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og þingmaður Vinstri grænna er einn meðflutningsmanna frumvarpsins. Hann mætir í Víglínina ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata en frumvarpið nýtur einnig stuðings innan þingflokks þeirra.
Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
