Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. apríl 2018 21:29 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Óðinsgötu á tíunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um bruna. Eldurinn reyndist laus í húsi á Óðinsgötu en enginn hefur haft fasta búsetu í því í einhvern tíma vegna framkvæmda. Mikinn reyk lagði frá húsinu og ákváðu íbúar í næsta húsi að yfirgefa heimili sitt. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og lokaði lögreglan svæðinu. Lögreglan handtók einn á vettvangi en vildi ekki staðfesta hvort að sú handtaka tengdist rannsókn á brunanum. Sagði lögreglan á vettvangi að tilkynningar væri að vænta vegna málsins. Frá handtöku mannsins á vettvangi við Óðinsgötu í kvöld.Vísir/Jóhann K. JóhannssonBirgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu á vettvangi að mikill reykur hefði verið í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. „Og eldur í kjallara þess. Við þurftum að fara inn, slökkva eldinn og leita af okkur allan grun þar sem húsið var stappfullt af reyk,“ sagði Birgir en húsið reyndis mannlaust. Hann sagði slökkvistarf hafa gengið mjög vel. Fljótt gekk að slökkva eldinn í kjallaranum og um leið og fleiri slökkviliðsmenn komu á vettvang hófu þeir leit í húsinu meðan verið var að slökkva eldinn. Slökkvistarf gekk því fljótt og skipulega fyrir sig. Hann sagði ekki hafa verið hættu á að eldurinn myndi breiðast út en aðkoman hefði ekki verið falleg við fyrstu sýn og þurfti því að vinna hratt og vel til að koma í veg fyrir að meira yrði úr þessum bruna. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:39Húsið sem kviknaði í.Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Óðinsgötu á tíunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um bruna. Eldurinn reyndist laus í húsi á Óðinsgötu en enginn hefur haft fasta búsetu í því í einhvern tíma vegna framkvæmda. Mikinn reyk lagði frá húsinu og ákváðu íbúar í næsta húsi að yfirgefa heimili sitt. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og lokaði lögreglan svæðinu. Lögreglan handtók einn á vettvangi en vildi ekki staðfesta hvort að sú handtaka tengdist rannsókn á brunanum. Sagði lögreglan á vettvangi að tilkynningar væri að vænta vegna málsins. Frá handtöku mannsins á vettvangi við Óðinsgötu í kvöld.Vísir/Jóhann K. JóhannssonBirgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu á vettvangi að mikill reykur hefði verið í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. „Og eldur í kjallara þess. Við þurftum að fara inn, slökkva eldinn og leita af okkur allan grun þar sem húsið var stappfullt af reyk,“ sagði Birgir en húsið reyndis mannlaust. Hann sagði slökkvistarf hafa gengið mjög vel. Fljótt gekk að slökkva eldinn í kjallaranum og um leið og fleiri slökkviliðsmenn komu á vettvang hófu þeir leit í húsinu meðan verið var að slökkva eldinn. Slökkvistarf gekk því fljótt og skipulega fyrir sig. Hann sagði ekki hafa verið hættu á að eldurinn myndi breiðast út en aðkoman hefði ekki verið falleg við fyrstu sýn og þurfti því að vinna hratt og vel til að koma í veg fyrir að meira yrði úr þessum bruna. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:39Húsið sem kviknaði í.Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira