Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. apríl 2018 21:29 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Óðinsgötu á tíunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um bruna. Eldurinn reyndist laus í húsi á Óðinsgötu en enginn hefur haft fasta búsetu í því í einhvern tíma vegna framkvæmda. Mikinn reyk lagði frá húsinu og ákváðu íbúar í næsta húsi að yfirgefa heimili sitt. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og lokaði lögreglan svæðinu. Lögreglan handtók einn á vettvangi en vildi ekki staðfesta hvort að sú handtaka tengdist rannsókn á brunanum. Sagði lögreglan á vettvangi að tilkynningar væri að vænta vegna málsins. Frá handtöku mannsins á vettvangi við Óðinsgötu í kvöld.Vísir/Jóhann K. JóhannssonBirgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu á vettvangi að mikill reykur hefði verið í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. „Og eldur í kjallara þess. Við þurftum að fara inn, slökkva eldinn og leita af okkur allan grun þar sem húsið var stappfullt af reyk,“ sagði Birgir en húsið reyndis mannlaust. Hann sagði slökkvistarf hafa gengið mjög vel. Fljótt gekk að slökkva eldinn í kjallaranum og um leið og fleiri slökkviliðsmenn komu á vettvang hófu þeir leit í húsinu meðan verið var að slökkva eldinn. Slökkvistarf gekk því fljótt og skipulega fyrir sig. Hann sagði ekki hafa verið hættu á að eldurinn myndi breiðast út en aðkoman hefði ekki verið falleg við fyrstu sýn og þurfti því að vinna hratt og vel til að koma í veg fyrir að meira yrði úr þessum bruna. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:39Húsið sem kviknaði í.Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Óðinsgötu á tíunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um bruna. Eldurinn reyndist laus í húsi á Óðinsgötu en enginn hefur haft fasta búsetu í því í einhvern tíma vegna framkvæmda. Mikinn reyk lagði frá húsinu og ákváðu íbúar í næsta húsi að yfirgefa heimili sitt. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og lokaði lögreglan svæðinu. Lögreglan handtók einn á vettvangi en vildi ekki staðfesta hvort að sú handtaka tengdist rannsókn á brunanum. Sagði lögreglan á vettvangi að tilkynningar væri að vænta vegna málsins. Frá handtöku mannsins á vettvangi við Óðinsgötu í kvöld.Vísir/Jóhann K. JóhannssonBirgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu á vettvangi að mikill reykur hefði verið í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. „Og eldur í kjallara þess. Við þurftum að fara inn, slökkva eldinn og leita af okkur allan grun þar sem húsið var stappfullt af reyk,“ sagði Birgir en húsið reyndis mannlaust. Hann sagði slökkvistarf hafa gengið mjög vel. Fljótt gekk að slökkva eldinn í kjallaranum og um leið og fleiri slökkviliðsmenn komu á vettvang hófu þeir leit í húsinu meðan verið var að slökkva eldinn. Slökkvistarf gekk því fljótt og skipulega fyrir sig. Hann sagði ekki hafa verið hættu á að eldurinn myndi breiðast út en aðkoman hefði ekki verið falleg við fyrstu sýn og þurfti því að vinna hratt og vel til að koma í veg fyrir að meira yrði úr þessum bruna. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:39Húsið sem kviknaði í.Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent