Spyr hvaða reglur gildi um umræður stofnana á samfélagsmiðlum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hvað mega opinberar stofnanir gera á Facebook? Að því vill Helgi Hrafn Gunnarsson komast. Skjáskot Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira