Stórar hugmyndir án útfærslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 07:00 Í stefnuræðu sinni hvatti Sigmundur til þess að Íslendingar notuðu meira af olíu og gasi í stað kola. Vísir/ernir „Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
„Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30
Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35
Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53