D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 24. apríl 2018 05:30 Það virðist stefna í nokkuð mikla endurnýjun í Eyjum. Vísir/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent. Nýtt framboð, sem heitir Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. Þá fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Ef niðurstaða kosninga yrði í takti við þá skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá kjörna þrjá menn en Fyrir Heimaey og Eyjalistinn myndu fá tvo menn hvort framboð. Elliði Vignisson er í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Hann segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Sjálfstæðisflokkurinn stefni á að fá fjóra menn kjörna og býst því ekki við að verða kjörinn bæjarfulltrúi. Hann er þó bæjarstjóraefni listans. „Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla, um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna,“ segir hann.Aðferðin Könnunin var gerð þannig að hringt var í 778 manns með lögheimili í Vestmannaeyjum þar til náðist í 604 samkvæmt lagskiptu úrtaki 23. apríl. Svarhlutfallið var 77,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 53,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,4 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 13,5 prósent sögðust óákveðin og 23,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Stefnir í nokkuð mikla endurnýjun í Eyjum Mikil endurnýjun mun að öllum líkindum eiga sér stað í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili og líklegt þykir að fimm nýir sveitarstjórnarmenn taki sæti í bæjarstjórn að afloknum kosningum. Líklegt þykir að þrír listar bjóði fram í lok maí. Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru einu flokkarnir sem buðu fram fyrir fjórum árum en nú bætist við klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sem ber nafnið „Fyrir Heimaey“. Öll framboðin þrjú leggja áherslu á lýðræði á næsta kjörtímabili. D-listi einn með völd Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðan árið 2006, allt frá því að Elliði Vignisson settist í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í bænum. Flokkurinn hefur nú skákað honum niður í fimmta sæti listans sem telst ólíklegt sæti í bæjarstjórn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann er þó enn bæjarstjóraefni flokksins og því stýrir hann kosningabaráttunni sumpart úr aftursætinu að þessu sinni. „Það er nánast öruggt að ég verð ekki bæjarfulltrúi, Við stefnum á fjóra bæjarfulltrúa og ég er enn bæjarstjóraefni flokksins,“ segir Elliði. „Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna.“„Því ákvað ég að stíga til hliðar og hleypa frambærilegu fólki ofar á listann.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gæti verið á útleið.Vísir/EyþórÁhersla á aukið lýðræði Íris Róbertsdóttir er oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey. Hún segir mikilvægt að auka lýðræði íbúanna og veita þeim aukinn aðgang að ákvarðanatökum í bænum. „Félagið er stofnað fyrir um tíu dögum á þeim grunni að fólk vilji bæta samfélagið og auka lýðræðisleg vinnubrögð. Við teljum að það sé hægt að gera betur í því að auka lýðræði íbú- anna. Umræðan hefur verið í þá átt að íbúar geti komið að ákvarðanatöku á fyrri stigum máls þegar stórar ákvarðanir eru teknar og að kjósendur hafi meira aðgengi og áhrif en aðeins á fjögurra ára fresti,“ segir Íris. „Það er það sem við vinnum eftir og viljum gera betur í þessum málum.“ Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, tekur í sama streng og segir Eyjalistann setja aukið lýðræði og skólamál í forgang. „Okkur langar að taka til hendinni í skólamálum og tryggja að vel sé búið að kennslu í Vestmannaeyjum. Einnig skiptir okkur máli að auka lýðræðið í Vestmannaeyjum þar sem íbúar fái tækifæri til að koma að og hafa áhrif á ákvarðanatöku innan bæjarkerfisins. Fjármálin gengið vel Njáll, Íris og Elliði eru sammála um að rekstur sveitarfélagsins hafi gengið vel á síðustu árum. Oddvitar Eyjalistans og Fyrir Heimaey sjá ekki mikið athugavert við reksturinn. Elliði segir síðustu tólf ár ágætis vitnisburð um vel rekið sveitarfélag. „Frá því við tókum við fyrir tólf árum hefur gengið einmuna vel. Við höfum greitt niður um 90 prósent af lánum og skilað afgangi á hverju ári á kjörtímabilinu sem nú er að líða,“ segir Elliði. „Á sama tíma höfum við aukið þjónustustigið í samfélaginu. Þetta hefur allt gerst á forsendum samstarfs, bæði innan meirihlutans og við minnihlutann. Af þessu erum við stolt.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent. Nýtt framboð, sem heitir Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. Þá fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Ef niðurstaða kosninga yrði í takti við þá skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá kjörna þrjá menn en Fyrir Heimaey og Eyjalistinn myndu fá tvo menn hvort framboð. Elliði Vignisson er í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Hann segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Sjálfstæðisflokkurinn stefni á að fá fjóra menn kjörna og býst því ekki við að verða kjörinn bæjarfulltrúi. Hann er þó bæjarstjóraefni listans. „Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla, um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna,“ segir hann.Aðferðin Könnunin var gerð þannig að hringt var í 778 manns með lögheimili í Vestmannaeyjum þar til náðist í 604 samkvæmt lagskiptu úrtaki 23. apríl. Svarhlutfallið var 77,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 53,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,4 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 13,5 prósent sögðust óákveðin og 23,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Stefnir í nokkuð mikla endurnýjun í Eyjum Mikil endurnýjun mun að öllum líkindum eiga sér stað í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili og líklegt þykir að fimm nýir sveitarstjórnarmenn taki sæti í bæjarstjórn að afloknum kosningum. Líklegt þykir að þrír listar bjóði fram í lok maí. Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru einu flokkarnir sem buðu fram fyrir fjórum árum en nú bætist við klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sem ber nafnið „Fyrir Heimaey“. Öll framboðin þrjú leggja áherslu á lýðræði á næsta kjörtímabili. D-listi einn með völd Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðan árið 2006, allt frá því að Elliði Vignisson settist í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í bænum. Flokkurinn hefur nú skákað honum niður í fimmta sæti listans sem telst ólíklegt sæti í bæjarstjórn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann er þó enn bæjarstjóraefni flokksins og því stýrir hann kosningabaráttunni sumpart úr aftursætinu að þessu sinni. „Það er nánast öruggt að ég verð ekki bæjarfulltrúi, Við stefnum á fjóra bæjarfulltrúa og ég er enn bæjarstjóraefni flokksins,“ segir Elliði. „Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna.“„Því ákvað ég að stíga til hliðar og hleypa frambærilegu fólki ofar á listann.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gæti verið á útleið.Vísir/EyþórÁhersla á aukið lýðræði Íris Róbertsdóttir er oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey. Hún segir mikilvægt að auka lýðræði íbúanna og veita þeim aukinn aðgang að ákvarðanatökum í bænum. „Félagið er stofnað fyrir um tíu dögum á þeim grunni að fólk vilji bæta samfélagið og auka lýðræðisleg vinnubrögð. Við teljum að það sé hægt að gera betur í því að auka lýðræði íbú- anna. Umræðan hefur verið í þá átt að íbúar geti komið að ákvarðanatöku á fyrri stigum máls þegar stórar ákvarðanir eru teknar og að kjósendur hafi meira aðgengi og áhrif en aðeins á fjögurra ára fresti,“ segir Íris. „Það er það sem við vinnum eftir og viljum gera betur í þessum málum.“ Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, tekur í sama streng og segir Eyjalistann setja aukið lýðræði og skólamál í forgang. „Okkur langar að taka til hendinni í skólamálum og tryggja að vel sé búið að kennslu í Vestmannaeyjum. Einnig skiptir okkur máli að auka lýðræðið í Vestmannaeyjum þar sem íbúar fái tækifæri til að koma að og hafa áhrif á ákvarðanatöku innan bæjarkerfisins. Fjármálin gengið vel Njáll, Íris og Elliði eru sammála um að rekstur sveitarfélagsins hafi gengið vel á síðustu árum. Oddvitar Eyjalistans og Fyrir Heimaey sjá ekki mikið athugavert við reksturinn. Elliði segir síðustu tólf ár ágætis vitnisburð um vel rekið sveitarfélag. „Frá því við tókum við fyrir tólf árum hefur gengið einmuna vel. Við höfum greitt niður um 90 prósent af lánum og skilað afgangi á hverju ári á kjörtímabilinu sem nú er að líða,“ segir Elliði. „Á sama tíma höfum við aukið þjónustustigið í samfélaginu. Þetta hefur allt gerst á forsendum samstarfs, bæði innan meirihlutans og við minnihlutann. Af þessu erum við stolt.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent