Körfubolti

Jonni sendi stuðningsmönnum pillu: „Ógeðslegt“ og „til skammar fyrir félögin“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru vægast sagt óánægð með lélega mætingu í Valsheimilnu á laugardag. Eins og sést var mjög lítið af fólki í stúkunni.
Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru vægast sagt óánægð með lélega mætingu í Valsheimilnu á laugardag. Eins og sést var mjög lítið af fólki í stúkunni. vísir
Í kvöld fer fram þriðji leikur úrslitaeinvígis Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valur vann síðasta leik á heimavelli sínum þar sem lokamínúturnar voru hörkuspennandi

Fáir urðu hins vegar vitni að þessum lokamínútum, því aðeins örfáar hræður voru í stúkunni. Mætingin var svo léleg að sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds, sem hituðu upp fyrir leikinn í beinni frá Hlíðarenda, höfðu orð á henni og lágu ekki á skoðunum sínum.

„Ég hef ekki lýsingarorð og ég veit ekki hvort ég megi segja þau orð sem mig langar að segja um þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

„Mér finnst þetta bara gjörsamlega fáránlegt og til skammar fyrir félögin.“

„Hérna í dag, það eru ekki einu sinni tveir frá hverjum leikmanni [...] Mér finnst ógeðslegt að horfa á þetta, þær eiga þetta ekki skilið.“

Pálína María Gunnlaugsdóttir tók undir orð Jóns Halldórs og skaut föstum skotum.

„Svo er fólk að kvarta yfir því að það sé ekki nógu mikil umfjöllun, umgjörð og eitthvað, hvar er þetta fólk? Er það í stúkunni?“ spurði Pálína.

„Það er fullt af fólki sem vælir yfir því að konur fái ekki sömu meðferð og karlar í kringum íþróttir. Það er enginn munur á umgjörðinni hérna og í kringum karlaleikinn í gærkvöldi [leik KR og Tindastóls í úrslitum karlamegin] en þar var stappað,“ bætti Jón Halldór við.

Leikur Hauka og Vals fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 19:15. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×