Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar 24. apríl 2018 14:41 Katrín Jakobsdóttir segir að unnið sé af heilindum í máli Hauks Hilmarssonar Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Sjá meira
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45