Gangan trekki fleiri að en Aldrei fór ég suður Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum mæta í Fossavatnsgönguna í ár. Tveir koma frá Rússlandi en einn frá Sviss. Gusti.is „Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum. Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum.
Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira