Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 11:19 Reynt verður að hafa uppi á eigendum muna sem hægt var að bjarga úr geymslum á 2. og 3. hæð húsnæðisins við Miðhraun. VÍS Nokkrir heillegir munir eins og myndaalbúm hafa fundist í rústum geymsluhúsnæðis sem brann í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í þessum mánuði. Samskiptastjóri Vátryggingafélag Íslands segir að unnið verði að því að hafa uppi á eigendum þeirra en ekki hafi verið talið óhætt að hleypa fólki á svæðið til að það geti leitað sjálft í rústunum. Geymslur ehf. sendu frá sér tilkynningu á mánudag um að þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð húsnæðisins sem varð eldi að bráð í stórbrunanum við Miðhraun 4. apríl ættu að vitja þeirra og tæma í þessari viku. Þar kom hins vegar fram að altjón hefði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Leigjandi geymslu á 3. hæðinni sem Vísir ræddi við í gær var ósáttur við að hafa ekki verið gefinn kostur á að fara sjálfur í gegnum leifarnar af eignum sínum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir hins vegar að vettvangurinn sé talinn ótryggur og því sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks. Þá séu leifarnar af geymslunum allar í einum haug og erfitt sé að rekja hver eigi hvað. Því hafi ekki verið hægt að leyfa leigutökum geymslnanna að róta í gegnum þær.Altjón varð á 2. og 3. hæðinni að mati VÍS. Ekki var talið óhætt eða rétt að leyfa leigjendum að róta í gegnum leifarnar.VÍSAlbúm og disklingar á meðal þess sem fannst heillegt Á tímabili hafi hugmyndir verið um að hreinsa allt út með stórvirkri vinnuvél og fara með leifarnar á haugana vegna þess að ekkert var talið eigulegt á efri hæðunum tveimur. Fallið var frá þeirri hugmynd. Þess í stað fór tólf manna teymi í gegnum leifarnar í nokkra daga og fínkembdi þær, að sögn Andra. Starfsmennirnir hafi fundið einstaka hluti á efri hæðunum tveimur sem séu líklega ekki efnislega verðmætir en gætu haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna. „Það fundust nokkur myndaalbúm, það fundust disklingar sem voru merktir „myndir“. Svo fannst silfur sem virkaði að mati þeirra sem voru í þessu eins og mögulegir erfðagripir,“ segir Andri. Þeir munir hafa verið teknir til hliðar og segir Andri að í kjölfarið verði reynt að hafa uppi á eigendum hlutanna. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nokkrir heillegir munir eins og myndaalbúm hafa fundist í rústum geymsluhúsnæðis sem brann í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í þessum mánuði. Samskiptastjóri Vátryggingafélag Íslands segir að unnið verði að því að hafa uppi á eigendum þeirra en ekki hafi verið talið óhætt að hleypa fólki á svæðið til að það geti leitað sjálft í rústunum. Geymslur ehf. sendu frá sér tilkynningu á mánudag um að þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð húsnæðisins sem varð eldi að bráð í stórbrunanum við Miðhraun 4. apríl ættu að vitja þeirra og tæma í þessari viku. Þar kom hins vegar fram að altjón hefði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Leigjandi geymslu á 3. hæðinni sem Vísir ræddi við í gær var ósáttur við að hafa ekki verið gefinn kostur á að fara sjálfur í gegnum leifarnar af eignum sínum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir hins vegar að vettvangurinn sé talinn ótryggur og því sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks. Þá séu leifarnar af geymslunum allar í einum haug og erfitt sé að rekja hver eigi hvað. Því hafi ekki verið hægt að leyfa leigutökum geymslnanna að róta í gegnum þær.Altjón varð á 2. og 3. hæðinni að mati VÍS. Ekki var talið óhætt eða rétt að leyfa leigjendum að róta í gegnum leifarnar.VÍSAlbúm og disklingar á meðal þess sem fannst heillegt Á tímabili hafi hugmyndir verið um að hreinsa allt út með stórvirkri vinnuvél og fara með leifarnar á haugana vegna þess að ekkert var talið eigulegt á efri hæðunum tveimur. Fallið var frá þeirri hugmynd. Þess í stað fór tólf manna teymi í gegnum leifarnar í nokkra daga og fínkembdi þær, að sögn Andra. Starfsmennirnir hafi fundið einstaka hluti á efri hæðunum tveimur sem séu líklega ekki efnislega verðmætir en gætu haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna. „Það fundust nokkur myndaalbúm, það fundust disklingar sem voru merktir „myndir“. Svo fannst silfur sem virkaði að mati þeirra sem voru í þessu eins og mögulegir erfðagripir,“ segir Andri. Þeir munir hafa verið teknir til hliðar og segir Andri að í kjölfarið verði reynt að hafa uppi á eigendum hlutanna.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55