Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2018 13:30 Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. Mesta þörfin er á höfuðborgarsvæðinu en á sama fundi kynnti borgarstjóri sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir slík rými. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var haldinn var í Höfða í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir um stórátak að ræða í uppbygginu hjúkrunarrýma en alls verð 550 ný rými byggð og endurbætur gerðar á 240 rýmum. „En áætlunin sem við vorum með fyrir framan okkur gerir ráð fyrir 250 nýjum rýmum en nú erum við að bæta 300 við þannig að við erum komin með 550 rými á þessum tíma fjármálaáætlunarinnar og þar til viðbótar eru rými þar sem farið verður í endurbætur á eldri rýmum þannig að allt í allt erum við að tala um framvæmdir við 70 rými á þessum tíma.“ Hún segir markmiðið í fjármálaáætluninni að fólk þurfi ekki að bíða meira en 90 daga eftir hjúkrunarrými en biðtíminn er nú um 109 dagar. Aðspurð hvað þetta muni kosta segir Svandís að heildarpakkinn muni kosta 26 til 27 milljarða króna. Svandís segir að sveitarfélögin muni taka á sig um 15% af kostnaðinum eða rúmlega fjóra milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á fundinum sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. „Sumt er gott að hafa í stórum rekstareiningum, annað kannski í minni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að finna lóðir og uppbyggingarmöguleika fyrir allar gerðir og viljum nú botna það hratt og vel með ráðuneytinu hver forgangsröðunin er þeim megin og setja sem mest af stað sem hraðast,“ segir Dagur. Fundurinn var upphaf að þriggja daga nýsköpunarvinnustofu þar sem rætt verður um áskoranir í öldrunarþjónustu. Landspítalinn í samvinnu við heilbrigðisráðherra og borgarstjóra standa að fundinum en til samráðs eru fulltrúar Landssambands eldri borgara, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Alzheimersamtökin. Niðurstöður hans verða kynntar á föstudaginn. Heilbrigðismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. Mesta þörfin er á höfuðborgarsvæðinu en á sama fundi kynnti borgarstjóri sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir slík rými. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var haldinn var í Höfða í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir um stórátak að ræða í uppbygginu hjúkrunarrýma en alls verð 550 ný rými byggð og endurbætur gerðar á 240 rýmum. „En áætlunin sem við vorum með fyrir framan okkur gerir ráð fyrir 250 nýjum rýmum en nú erum við að bæta 300 við þannig að við erum komin með 550 rými á þessum tíma fjármálaáætlunarinnar og þar til viðbótar eru rými þar sem farið verður í endurbætur á eldri rýmum þannig að allt í allt erum við að tala um framvæmdir við 70 rými á þessum tíma.“ Hún segir markmiðið í fjármálaáætluninni að fólk þurfi ekki að bíða meira en 90 daga eftir hjúkrunarrými en biðtíminn er nú um 109 dagar. Aðspurð hvað þetta muni kosta segir Svandís að heildarpakkinn muni kosta 26 til 27 milljarða króna. Svandís segir að sveitarfélögin muni taka á sig um 15% af kostnaðinum eða rúmlega fjóra milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á fundinum sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. „Sumt er gott að hafa í stórum rekstareiningum, annað kannski í minni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að finna lóðir og uppbyggingarmöguleika fyrir allar gerðir og viljum nú botna það hratt og vel með ráðuneytinu hver forgangsröðunin er þeim megin og setja sem mest af stað sem hraðast,“ segir Dagur. Fundurinn var upphaf að þriggja daga nýsköpunarvinnustofu þar sem rætt verður um áskoranir í öldrunarþjónustu. Landspítalinn í samvinnu við heilbrigðisráðherra og borgarstjóra standa að fundinum en til samráðs eru fulltrúar Landssambands eldri borgara, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Alzheimersamtökin. Niðurstöður hans verða kynntar á föstudaginn.
Heilbrigðismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira