Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í HB eru komnir örugglega áfram í 8-liða úrslit færeysku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á B68.
HB er í öðru sæti í úrvalsdeildinni en B68 er í 1. deild og því var búist við nokkuð öruggum sigri HB.
Sú varð raunin, gestirnir í HB fóru með 4-0 sigur þar sem síðustu þrjú mörk leiksins voru skoruð á loka korterinu.
Adrian Justinussen átti tvö mörk fyrir HB, Magnus Egilsson og John Frederiksen sitt markið hvor.
Sigurinn var fimmti útisigur HB í röð sem er eins og áður segið komið áfram í 8-liða úrslit.
Öruggur bikarsigur hjá lærisveinum Heimis
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn




Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn



Schumacher orðinn afi
Formúla 1