Stefna á mikla fjölgun rafbíla Grétar Þór Sigurðsson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Rafbíllinn Porche Mission E. Porsche hefur sett stefnuna á að allt að helmingur framleiddra Porsche-bíla árið 2025 verði knúnir rafmagni, annaðhvort að hluta til eða að öllu leyti. Hlutfallið er tvöfalt hærra heldur en fyrirtækið spáði um í síðasta mánuði að því er fram kemur á vef Bloomberg. Í viðtali við Detlev von Platen, framkvæmdastjóra hjá Porsche, kemur fram að söluaukninguna í þessum flokki megi fyrst og fremst rekja til kínverska markaðarins. Aðgerðir stjórnvalda þar í landi til þess að draga úr mengun hafi haft þau áhrif að sala rafmagnsbíla sé að aukast og muni halda því áfram. Þar að auki sé verið að breyta lúxusskatti á dýra bíla sem mun ýta undir sölu fyrirtækisins í Kína. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent
Porsche hefur sett stefnuna á að allt að helmingur framleiddra Porsche-bíla árið 2025 verði knúnir rafmagni, annaðhvort að hluta til eða að öllu leyti. Hlutfallið er tvöfalt hærra heldur en fyrirtækið spáði um í síðasta mánuði að því er fram kemur á vef Bloomberg. Í viðtali við Detlev von Platen, framkvæmdastjóra hjá Porsche, kemur fram að söluaukninguna í þessum flokki megi fyrst og fremst rekja til kínverska markaðarins. Aðgerðir stjórnvalda þar í landi til þess að draga úr mengun hafi haft þau áhrif að sala rafmagnsbíla sé að aukast og muni halda því áfram. Þar að auki sé verið að breyta lúxusskatti á dýra bíla sem mun ýta undir sölu fyrirtækisins í Kína.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent