Frábær veiði á Kárastöðum Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2018 12:23 Gunnar með flottann urriða af Kárastöðum í fyrradag. Mynd: Fish Partner Urriðinn virðist vera að taka grimmt þessa dagana enda berast okkur svo til daglega góðar fréttir af urriðaslóðum. Veiðisvæðið við Kárastaðo í Þingvallavatni er þar engin undantekning. Þeir sem voru þar við veiðar í fyrradag lönduðu 14 flottum urriðum og misstu eitthvað annað eins. Flestir fiskarnir voru teknir á hægsökkvandi línur og ýmsar straumflugur en sú aðferð getur gefið vel ef fiskurinn liggur mikið niðri. Annars hefur það líka gefið vel að vera með flotlínu og langann taum með púpu, þurrflugu eða straumflugu. Það er bara um að gera að vera duglegur að prófa ýmsar flugur og aðferðir. Þeir sem vilja skoða laus leyfi á Kárastöðum geta smellt hér. Mest lesið Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Frábær veiði á Kárastöðum Veiði Fín veiði í Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði
Urriðinn virðist vera að taka grimmt þessa dagana enda berast okkur svo til daglega góðar fréttir af urriðaslóðum. Veiðisvæðið við Kárastaðo í Þingvallavatni er þar engin undantekning. Þeir sem voru þar við veiðar í fyrradag lönduðu 14 flottum urriðum og misstu eitthvað annað eins. Flestir fiskarnir voru teknir á hægsökkvandi línur og ýmsar straumflugur en sú aðferð getur gefið vel ef fiskurinn liggur mikið niðri. Annars hefur það líka gefið vel að vera með flotlínu og langann taum með púpu, þurrflugu eða straumflugu. Það er bara um að gera að vera duglegur að prófa ýmsar flugur og aðferðir. Þeir sem vilja skoða laus leyfi á Kárastöðum geta smellt hér.
Mest lesið Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Frábær veiði á Kárastöðum Veiði Fín veiði í Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði