Róbótaréttindi María Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Nú stefnir allt í að vísindaskáldskapur síðustu áratuga verði raunveruleiki á næstu áratugum. Meginþema í þessari framtíðarsýn er aukin sjálfvirkni tækja sem öðlast nánast mennskan skilning með gervigreind, en verða jafnframt skilvirkari en manneskjur því algrím gera færri mistök en mannsheilinn. Róbótarnir eru mismunandi í útliti. Sumum svipar til RoboCop, aðrir eru fartölva. Mikill fjölbreytileiki er í róbótatísku, bæði hvað varðar ytra og innra byrði. Þeir eru auðvitað margir komnir til starfa á vinnumarkaði nú þegar, þó þeir séu mislangt á veg komnir í sjálfvirkninni. Með þessari þróun koma upp fleiri álitaefni en bara hvernig atvinnumarkaðurinn muni þróast. Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun þar sem leitast er við að svara spurningum um hugverkaréttindi róbóta, ábyrgð á skaðaverkum þeirra og hvernig megi tryggja öryggi í notkun þeirra. Hvar sleppir réttindum mannfólksins og hvar hefjast réttindi róbótsins? Þetta er nátengt álitaefnum um notkun sjálfvirkni í hernaði. Ef það er enginn gikkur, var skotinu þá hleypt af? Nýlega skrifaði heimspekingurinn Slavoj Zizek grein þar sem hann velti fyrir sér réttarstöðu kynlífsróbóta og þörf mannfólksins til þess að skilgreina hvort og hvernig mannréttinda róbótar eigi að njóta. Hann heldur að siðferði og mannréttindi gætu úrelst samhliða aukinni róbótavæðingu samfélagsins. Þannig feli gervigreind hugsanlega í sér aðra og hærri vitund sem bjóði upp á þróaðri valkosti en „gott“ og „vont“ og það sé ekki á valdi mannfólksins að meta hvort sé betra fyrir þá. Megi mátturinn vera með okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Nú stefnir allt í að vísindaskáldskapur síðustu áratuga verði raunveruleiki á næstu áratugum. Meginþema í þessari framtíðarsýn er aukin sjálfvirkni tækja sem öðlast nánast mennskan skilning með gervigreind, en verða jafnframt skilvirkari en manneskjur því algrím gera færri mistök en mannsheilinn. Róbótarnir eru mismunandi í útliti. Sumum svipar til RoboCop, aðrir eru fartölva. Mikill fjölbreytileiki er í róbótatísku, bæði hvað varðar ytra og innra byrði. Þeir eru auðvitað margir komnir til starfa á vinnumarkaði nú þegar, þó þeir séu mislangt á veg komnir í sjálfvirkninni. Með þessari þróun koma upp fleiri álitaefni en bara hvernig atvinnumarkaðurinn muni þróast. Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun þar sem leitast er við að svara spurningum um hugverkaréttindi róbóta, ábyrgð á skaðaverkum þeirra og hvernig megi tryggja öryggi í notkun þeirra. Hvar sleppir réttindum mannfólksins og hvar hefjast réttindi róbótsins? Þetta er nátengt álitaefnum um notkun sjálfvirkni í hernaði. Ef það er enginn gikkur, var skotinu þá hleypt af? Nýlega skrifaði heimspekingurinn Slavoj Zizek grein þar sem hann velti fyrir sér réttarstöðu kynlífsróbóta og þörf mannfólksins til þess að skilgreina hvort og hvernig mannréttinda róbótar eigi að njóta. Hann heldur að siðferði og mannréttindi gætu úrelst samhliða aukinni róbótavæðingu samfélagsins. Þannig feli gervigreind hugsanlega í sér aðra og hærri vitund sem bjóði upp á þróaðri valkosti en „gott“ og „vont“ og það sé ekki á valdi mannfólksins að meta hvort sé betra fyrir þá. Megi mátturinn vera með okkur öllum.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun