„Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 22:14 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Fréttablaðið/Eyþór Samningar tókust í kvöld milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstæðra ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Endurskoðaður rammasamningur um þjónustuna hefur verið undirritaður af samningsaðilum og staðfestur af heilbrigðisráðherra, samkvæmt upplýsingum frá vellferðarráðuneytinu. Eins og kom fram á Vísi í kvöld tekur samningurinn gildi strax. Ljósmæður sem veitt hafa þjónustu á grundvelli rammasamnings munu hefja störf nú þegar. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk um klukkan átta í kvöld. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikinn létti að búið sé að semja um þessa mikilvægu þjónustu og ná lendingu sem hún telji að allir geti vel við unað. „Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð. Af hálfu ríkisins var viðurkennt að leggja þyrfti meira fé inn í samninginn og samningsaðilar urðu ásáttir um ákveðnar breytingar til að styrkja umgjörð þjónustunnar.“ Þrátt fyrir að samningar hafi náðst í kvöld er ekki búist við því að álagið á sængurkvennadeild Landspítalans léttist fyrr en í fyrramálið. Samningurinn var undirritaður í ráðuneytinu núna í kvöld en ekki allir sem dvelja á deildinni tilbúnir að æða strax af stað heim. Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu munu flestar hefja aftur störf nú í kvöld eða á morgun. Samningurinn sem skrifað var undir í kvöld gildir til 31. janúar 2019 og heimilt er að framlengja hann tvisvar um eitt ár í senn að undangenginni úttekt á framkvæmd hans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
Samningar tókust í kvöld milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstæðra ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Endurskoðaður rammasamningur um þjónustuna hefur verið undirritaður af samningsaðilum og staðfestur af heilbrigðisráðherra, samkvæmt upplýsingum frá vellferðarráðuneytinu. Eins og kom fram á Vísi í kvöld tekur samningurinn gildi strax. Ljósmæður sem veitt hafa þjónustu á grundvelli rammasamnings munu hefja störf nú þegar. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk um klukkan átta í kvöld. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikinn létti að búið sé að semja um þessa mikilvægu þjónustu og ná lendingu sem hún telji að allir geti vel við unað. „Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð. Af hálfu ríkisins var viðurkennt að leggja þyrfti meira fé inn í samninginn og samningsaðilar urðu ásáttir um ákveðnar breytingar til að styrkja umgjörð þjónustunnar.“ Þrátt fyrir að samningar hafi náðst í kvöld er ekki búist við því að álagið á sængurkvennadeild Landspítalans léttist fyrr en í fyrramálið. Samningurinn var undirritaður í ráðuneytinu núna í kvöld en ekki allir sem dvelja á deildinni tilbúnir að æða strax af stað heim. Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu munu flestar hefja aftur störf nú í kvöld eða á morgun. Samningurinn sem skrifað var undir í kvöld gildir til 31. janúar 2019 og heimilt er að framlengja hann tvisvar um eitt ár í senn að undangenginni úttekt á framkvæmd hans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35
Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10
Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05