Bleikjan farin að taka í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2018 09:45 Falleg bleikja úr Hraunsfirði í fyrra. Mynd: Bjarni Júlíusson Hraunsfjörður er eitt af þessum veiðisvæðum sem margir bíða jafnan eftir að fari í gang á vorin og það er ein sérstaklega góð ástæða fyrir því. Þarna getur verið mjög fín veiði á vænni sjóbleikju í Hraunsfirði og er hún líklega af öllum laxfiskum sú sem veiðimenn halda mest upp á að elda. Vinsældir þessa svæðið eru klárlega sjóbleikjunni að þakka en þó það geti verið mikið af henni þarna er ekki þar með sagt að hún sé auðveidd frekar en nokkur annar laxfiskur. Við höfum haft fregnir af einhverri bleikjuveiði á svæðinu síðustu daga, ekki nein mokveiði en þó nokkrir veiðimenn sem eru að fá eitthvað af bleikju. Hún er feit, vel haldin og troðin af marfló svo það þarf að velja fluguna vel sem á að egna hana í töku. Það sem gaf vel í fyrra voru flugur sem líktust marfló og þá gjarnan helst í litum sem voru grágænir. Hraunsfjörður er hluti af Veiðikortinu svo það má alveg búast við því að handhafar kortsins noti jafnvel helgina í að bleyta færi og takast á við hraustar sjóbleikjur. Mest lesið Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði
Hraunsfjörður er eitt af þessum veiðisvæðum sem margir bíða jafnan eftir að fari í gang á vorin og það er ein sérstaklega góð ástæða fyrir því. Þarna getur verið mjög fín veiði á vænni sjóbleikju í Hraunsfirði og er hún líklega af öllum laxfiskum sú sem veiðimenn halda mest upp á að elda. Vinsældir þessa svæðið eru klárlega sjóbleikjunni að þakka en þó það geti verið mikið af henni þarna er ekki þar með sagt að hún sé auðveidd frekar en nokkur annar laxfiskur. Við höfum haft fregnir af einhverri bleikjuveiði á svæðinu síðustu daga, ekki nein mokveiði en þó nokkrir veiðimenn sem eru að fá eitthvað af bleikju. Hún er feit, vel haldin og troðin af marfló svo það þarf að velja fluguna vel sem á að egna hana í töku. Það sem gaf vel í fyrra voru flugur sem líktust marfló og þá gjarnan helst í litum sem voru grágænir. Hraunsfjörður er hluti af Veiðikortinu svo það má alveg búast við því að handhafar kortsins noti jafnvel helgina í að bleyta færi og takast á við hraustar sjóbleikjur.
Mest lesið Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði