„Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2018 16:00 Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. Tim Humsom Fyrir skömmu kom út platan Englabörn & Variations eftir tónskáldið Jóhann Jóhannsson heitinn. Hann hafði lagt lokahönd á plötuna skömmu áður en hann féll frá í byrjun febrúar síðastliðinn. Platan er gefin út með fullum stuðningi fjölskyldu Jóhanns, að því er fram kemur í Twitterfærslu frá þýska hljómplötufyrirtækinu Deutsche Grammophon, útgefanda Jóhanns.Englabörn & Variations er tvískipt; á fyrri hluta plötunnar endurútsetti Jóhann sjálfur tónlistina sem hann samdi fyrir leiksýninguna Englabörn árið 2001 sem var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem var og hét, og á seinni hluta hennar fékk Jóhann til liðs við sig sína eftirlætis listamenn til að túlka tónlistina með sínum hætti. Þetta eru listamenn á borð við japanska tónskáldið Ryuichi Sakamoto, bandaríska tónskáldið Dustin O’Halloran og íslensku tónskáldin Hildi Ingveldardóttur og Víking Ólafsson. „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri,“ segir Hávar Sigurjónsson, leikskáld, sem samdi leikritið Englabörn fyrir um 17 árum síðan. Árið 2002 gaf Jóhann út samnefnda hljómplötu með tónlistinni úr leikritinu. Sú plata var jafnframt fyrsta sólóplata Jóhanns. Hávar segir að Hilmar Jónsson, leikstjóri, hafi átt heiðurinn að aðkomu Jóhanns. Hilmari hefði dottið í hug að fá Jóhann til að semja tónlistina fyrir Englabörn. „Tónlistin var auðvitað óskaplega falleg. Hann skapaði ótrúlega skemmtilega andstæðu við innihald verksins sem er frekar erfitt og átakanlegt,“ segir Hávar. Leikritið er átakanleg fjölskyldusaga um sifjaspell. „En þessi tónlist náði á sama tíma óskaplega vel þeim tóni sem lá þarna einhvers staðar á bakvið; sakleysinu sem væri verið að spilla.“ Aðspurður hvort tónlistin hafi ekki um margt verið óvanaleg fyrir leikhús og frekar í ætt við kvikmyndatónlist, svarar Hávar játandi: „Hann samdi eins og hljóðrás sem gekk í gegnum alla sýninguna. Auðvitað hafa tónskáld og hljóðhöfundar gert það áður í leikhúsi en það var alls ekki algengt þá.“Fyrst þegar Hávar heyrði tónlistina sem Jóhann samdi fyrir leikritið velti hann því fyrir sér hvort hún væri jafnvel of falleg. Það var ekki fyrr en hann heyrði tónlistina í samspili við sviðsverkið sem snilld hennar opinberaðist honum. Útgáfa plötunnar Englabörn markaði upphafið að mikilli sigurför Jóhanns en síðan þá hefur hann samið tónlist fyrir margar af stærstu kvikmyndum Hollywood eins og The Theory of Everything (2014), Sicario (2015) og Arrival (2016). Hann verið tilnefndur til virtra verðlauna á borð við Bafta og Grammy- og Óskarsverðlauna auk þess Jóhann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Það er óhætt að segja að verk Hávars hafi fengið viðburðaríkt framhaldslíf því ekki nóg með að Jóhann hafi gefið út tvær hljómplötur með tónlist Englabarna þá var einnig ráðist í útvarpsleikgerð af þessu sama leikriti sem hljómaði í Ríkisútvarpinu 13. janúar árið 2005 og vann til Grímuverðlauna. Jóhann endurútsetti tónlistina fyrir Útvarpsleikhúsið en efniviðurinn tekur enn á ný breytingum í Englabörn & Variations og sér í lagi með aðkomu tónlistarmanna frá öllum heimshornum. „Þetta er auðvitað alveg frábært, það er ekki hægt að segja neitt annað. Þessi texti hefur verið honum þessi innblástur.“Englabörn & Variations kom út 23. mars síðastliðinn hjá hinu virta hljómplötufyrirtæki Deutsche Grammophon. Þegar tónskáldið og píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson tilkynnti um nýútkomna plötu Jóhanns og aðkomu sína að henni sagði hann um Jóhann: „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að fyrir Jóhanni hafi tónlistin verið leikvöllur. Hann náði að varðveita dýrmæta og uppfinningasama hlið á sér sem skein í verkum hans. Það var mér innblástur að vera í kringum hann og að hafa fengið að vera til vitnis um þetta.“ Tengdar fréttir Hinsta kveðja Jóhanns Jóhannssonar Hljómplatan heitir Englabörn & Variations. 28. febrúar 2018 16:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Fyrir skömmu kom út platan Englabörn & Variations eftir tónskáldið Jóhann Jóhannsson heitinn. Hann hafði lagt lokahönd á plötuna skömmu áður en hann féll frá í byrjun febrúar síðastliðinn. Platan er gefin út með fullum stuðningi fjölskyldu Jóhanns, að því er fram kemur í Twitterfærslu frá þýska hljómplötufyrirtækinu Deutsche Grammophon, útgefanda Jóhanns.Englabörn & Variations er tvískipt; á fyrri hluta plötunnar endurútsetti Jóhann sjálfur tónlistina sem hann samdi fyrir leiksýninguna Englabörn árið 2001 sem var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem var og hét, og á seinni hluta hennar fékk Jóhann til liðs við sig sína eftirlætis listamenn til að túlka tónlistina með sínum hætti. Þetta eru listamenn á borð við japanska tónskáldið Ryuichi Sakamoto, bandaríska tónskáldið Dustin O’Halloran og íslensku tónskáldin Hildi Ingveldardóttur og Víking Ólafsson. „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri,“ segir Hávar Sigurjónsson, leikskáld, sem samdi leikritið Englabörn fyrir um 17 árum síðan. Árið 2002 gaf Jóhann út samnefnda hljómplötu með tónlistinni úr leikritinu. Sú plata var jafnframt fyrsta sólóplata Jóhanns. Hávar segir að Hilmar Jónsson, leikstjóri, hafi átt heiðurinn að aðkomu Jóhanns. Hilmari hefði dottið í hug að fá Jóhann til að semja tónlistina fyrir Englabörn. „Tónlistin var auðvitað óskaplega falleg. Hann skapaði ótrúlega skemmtilega andstæðu við innihald verksins sem er frekar erfitt og átakanlegt,“ segir Hávar. Leikritið er átakanleg fjölskyldusaga um sifjaspell. „En þessi tónlist náði á sama tíma óskaplega vel þeim tóni sem lá þarna einhvers staðar á bakvið; sakleysinu sem væri verið að spilla.“ Aðspurður hvort tónlistin hafi ekki um margt verið óvanaleg fyrir leikhús og frekar í ætt við kvikmyndatónlist, svarar Hávar játandi: „Hann samdi eins og hljóðrás sem gekk í gegnum alla sýninguna. Auðvitað hafa tónskáld og hljóðhöfundar gert það áður í leikhúsi en það var alls ekki algengt þá.“Fyrst þegar Hávar heyrði tónlistina sem Jóhann samdi fyrir leikritið velti hann því fyrir sér hvort hún væri jafnvel of falleg. Það var ekki fyrr en hann heyrði tónlistina í samspili við sviðsverkið sem snilld hennar opinberaðist honum. Útgáfa plötunnar Englabörn markaði upphafið að mikilli sigurför Jóhanns en síðan þá hefur hann samið tónlist fyrir margar af stærstu kvikmyndum Hollywood eins og The Theory of Everything (2014), Sicario (2015) og Arrival (2016). Hann verið tilnefndur til virtra verðlauna á borð við Bafta og Grammy- og Óskarsverðlauna auk þess Jóhann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Það er óhætt að segja að verk Hávars hafi fengið viðburðaríkt framhaldslíf því ekki nóg með að Jóhann hafi gefið út tvær hljómplötur með tónlist Englabarna þá var einnig ráðist í útvarpsleikgerð af þessu sama leikriti sem hljómaði í Ríkisútvarpinu 13. janúar árið 2005 og vann til Grímuverðlauna. Jóhann endurútsetti tónlistina fyrir Útvarpsleikhúsið en efniviðurinn tekur enn á ný breytingum í Englabörn & Variations og sér í lagi með aðkomu tónlistarmanna frá öllum heimshornum. „Þetta er auðvitað alveg frábært, það er ekki hægt að segja neitt annað. Þessi texti hefur verið honum þessi innblástur.“Englabörn & Variations kom út 23. mars síðastliðinn hjá hinu virta hljómplötufyrirtæki Deutsche Grammophon. Þegar tónskáldið og píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson tilkynnti um nýútkomna plötu Jóhanns og aðkomu sína að henni sagði hann um Jóhann: „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að fyrir Jóhanni hafi tónlistin verið leikvöllur. Hann náði að varðveita dýrmæta og uppfinningasama hlið á sér sem skein í verkum hans. Það var mér innblástur að vera í kringum hann og að hafa fengið að vera til vitnis um þetta.“
Tengdar fréttir Hinsta kveðja Jóhanns Jóhannssonar Hljómplatan heitir Englabörn & Variations. 28. febrúar 2018 16:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning