Innbrotum fækkað um 48 prósent á milli mánaða Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 29. apríl 2018 13:04 Innbrotum fækkar á milli mánaða. Vísir Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús í mars en í febrúar samkvæmt afbrotatölfræð fyrir marsmánuð. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fækkunina megi rekja til þess að lögreglu tókst að hafa hendur í hári sjö manna hóps sem stundaði innbrot með skipulögðum hætti. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í vikunni hefur innbrotum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu farið fækkandi milli mánaða. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir einkum einn þátt skýra þessa miklu fækkun. „Við náttúrlega sendum út tilkynningu þarna í janúarmánuði um aukningu á innbrotum inn á heimili frá því í desember. Þetta hélt áfram í janúar og svo fram í febrúar og það er í seinni hluta febrúar sem við handtökum þarna sjö menn. Þeir hafa virst eiga bróðurpartinn af þessum innbrotum og það í rauninni skýrir þessa fækkun sem var síðan í marsmánuði,” segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þrír mannanna sem um ræðir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hálfum mánuði síðan og er stefnt að því að þeir verði ákærðir að sögn Skúla. „Síðan voru þarna 4 til viðbótar. Sá yngsti 16 ára, það er búið að ljúka máli gagnvart honum og hann er farinn til síns heima. Svo eru tveir í farbanni og síðan sá sjöundi, Íslendingur sem var viðriðinn þessi mál,” segir Skúli. Þrátt fyrir að tekist hafi að uppræta umræddan hóp er þó áfram þónokkuð um innbrot í heimahús eins og gengur og gerist, en ekki með jafn skipulegum hætti. „Það er ekki verið að herja á okkur núna með þeim hætti en við þurfum náttúrlega að vera á varðbergi, það er ekki spurning. Þetta getur komið bara allt í einu einhverjir aðilar meðal annars til landsins frá öðrum löndum og farið að herja á okkur með viðlíka hætti og áður,” segir Skúli. Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús í mars en í febrúar samkvæmt afbrotatölfræð fyrir marsmánuð. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fækkunina megi rekja til þess að lögreglu tókst að hafa hendur í hári sjö manna hóps sem stundaði innbrot með skipulögðum hætti. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í vikunni hefur innbrotum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu farið fækkandi milli mánaða. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir einkum einn þátt skýra þessa miklu fækkun. „Við náttúrlega sendum út tilkynningu þarna í janúarmánuði um aukningu á innbrotum inn á heimili frá því í desember. Þetta hélt áfram í janúar og svo fram í febrúar og það er í seinni hluta febrúar sem við handtökum þarna sjö menn. Þeir hafa virst eiga bróðurpartinn af þessum innbrotum og það í rauninni skýrir þessa fækkun sem var síðan í marsmánuði,” segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þrír mannanna sem um ræðir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hálfum mánuði síðan og er stefnt að því að þeir verði ákærðir að sögn Skúla. „Síðan voru þarna 4 til viðbótar. Sá yngsti 16 ára, það er búið að ljúka máli gagnvart honum og hann er farinn til síns heima. Svo eru tveir í farbanni og síðan sá sjöundi, Íslendingur sem var viðriðinn þessi mál,” segir Skúli. Þrátt fyrir að tekist hafi að uppræta umræddan hóp er þó áfram þónokkuð um innbrot í heimahús eins og gengur og gerist, en ekki með jafn skipulegum hætti. „Það er ekki verið að herja á okkur núna með þeim hætti en við þurfum náttúrlega að vera á varðbergi, það er ekki spurning. Þetta getur komið bara allt í einu einhverjir aðilar meðal annars til landsins frá öðrum löndum og farið að herja á okkur með viðlíka hætti og áður,” segir Skúli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent