Hart deilt um framtíð Kvenfélags Kópavogs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2018 08:00 Kvenfélag Kópavogs á meðal annars sal í Hamraborg sem er yfir fimmtán milljóna króna virði samkvæmt fasteignamati. Vísir/ernir Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira