Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 20:00 Í opnu bréfi foreldra til þingmanna þar sem barnaverndarkerfið á Íslandi var sagt að þrotum komið, kom meðal annars fram að börn fái ekki viðeigandi hjálp í skólakerfinu og að skólastjórnendur segi við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin, þar sem fagþjónustan sé ekki til staðar. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir skólastjórnendur hafa upplifað mikinn vanmátt um árabil. Að skólastjórar tilkynni vímuefnaneyslu barna til barnaverndarnefnda og leiti aðstoðar hjá þjónustumiðstöðvum en komi oft að lokuðum dyrum. „Það vantar aukin úrræði fyrir börn sem eiga í margþættum vanda og það hefur valdið skólastjórnendum vandræðum á undanförnum árum,“ segir hann. Þorsteinn segir því dæmi um að nemendur séu í skólanum sem ættu frekar að vera á sérhæfum stofnunum að fá faglega aðstoð. Þannig skili úrræðaleysið sér inn í skólastofurnar og auki álag á kennara. „Við finnum fyrir þessu í skólanum og gerum okkur ljóst að börn innan grunnskóla sem ánetjast vímuefnum eiga ekki heima í grunnskólum. Þau þurfa viðeigandi þjónustu sem grípur inn í, sem aðstoðar að koma í veg fyrir vandann svo þau nái góðum árangri í samfélaginu.“ Mikið hefur verið rætt um vímuefnavanda ungs fólks síðustu vikur og fer skólasamfélagið ekki varhluta af þeirri þróun. „Því er ekki að neita. Við verðum umtalsvert vör við að það er aukinn fíknivandi í samfélaginu og hann nær sífellt til yngra fólks,“ segir Þorsteinn Sæberg. Tengdar fréttir „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Í opnu bréfi foreldra til þingmanna þar sem barnaverndarkerfið á Íslandi var sagt að þrotum komið, kom meðal annars fram að börn fái ekki viðeigandi hjálp í skólakerfinu og að skólastjórnendur segi við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin, þar sem fagþjónustan sé ekki til staðar. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir skólastjórnendur hafa upplifað mikinn vanmátt um árabil. Að skólastjórar tilkynni vímuefnaneyslu barna til barnaverndarnefnda og leiti aðstoðar hjá þjónustumiðstöðvum en komi oft að lokuðum dyrum. „Það vantar aukin úrræði fyrir börn sem eiga í margþættum vanda og það hefur valdið skólastjórnendum vandræðum á undanförnum árum,“ segir hann. Þorsteinn segir því dæmi um að nemendur séu í skólanum sem ættu frekar að vera á sérhæfum stofnunum að fá faglega aðstoð. Þannig skili úrræðaleysið sér inn í skólastofurnar og auki álag á kennara. „Við finnum fyrir þessu í skólanum og gerum okkur ljóst að börn innan grunnskóla sem ánetjast vímuefnum eiga ekki heima í grunnskólum. Þau þurfa viðeigandi þjónustu sem grípur inn í, sem aðstoðar að koma í veg fyrir vandann svo þau nái góðum árangri í samfélaginu.“ Mikið hefur verið rætt um vímuefnavanda ungs fólks síðustu vikur og fer skólasamfélagið ekki varhluta af þeirri þróun. „Því er ekki að neita. Við verðum umtalsvert vör við að það er aukinn fíknivandi í samfélaginu og hann nær sífellt til yngra fólks,“ segir Þorsteinn Sæberg.
Tengdar fréttir „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16