Segir myndband sýna börn sniffa gas í bústað með starfsmönnum meðferðarheimilis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 10:33 Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, hefur um árabil barist fyrir bættum úrræðum fyrir börn og ungmenni sem eiga við fíknivanda að stríða. vísir/ernir Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, ritar opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu í Fréttablaðið í dag. Jóhannes hefur undanfarin ár verið áberandi í baráttunni fyrir betri úrræðum fyrir börn og ungmenni sem glíma við fíknivanda en dóttir hans, Sigrún Mjöll, lést árið 2010 aðeins 17 ára gömul úr of stórum skammti af morfíni. Í bréfinu, sem ber yfirskriftina „Þú veist þetta allt“, gagnrýnir hann Halldór og þá miklu áherslu sem hann hefur lagt á MST-meðferðarkerfið en eins og greint hefur verið frá hefur fjölda meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni með fíknivanda verið lokað undanfarin ár. Jóhannes segir að á sama tíma hafi Halldór lagt alla sína krafta í í MST-meðferðarkerfið þrátt fyrir að hann viti að það virki ekki fyrir börn sem eru í lífshættulegri neyslu fíkniefna:MST-kerfið í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota „Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita,“ segir í bréfi Jóhannesar.Halldór Hauksson er sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu.„Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum“ Hann fullyrðir jafnframt að starfsmennirnir sem vinni á meðferðargólfinu segi að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn sem séu með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna: „Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór,“ segir í bréfi Jóhannesar sem lesa má í heild sinni hér. Vísir hefur sent fyrirspurn til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu, og óskað eftir viðbrögðum hans vegna bréfs Jóhannesar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, ritar opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu í Fréttablaðið í dag. Jóhannes hefur undanfarin ár verið áberandi í baráttunni fyrir betri úrræðum fyrir börn og ungmenni sem glíma við fíknivanda en dóttir hans, Sigrún Mjöll, lést árið 2010 aðeins 17 ára gömul úr of stórum skammti af morfíni. Í bréfinu, sem ber yfirskriftina „Þú veist þetta allt“, gagnrýnir hann Halldór og þá miklu áherslu sem hann hefur lagt á MST-meðferðarkerfið en eins og greint hefur verið frá hefur fjölda meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni með fíknivanda verið lokað undanfarin ár. Jóhannes segir að á sama tíma hafi Halldór lagt alla sína krafta í í MST-meðferðarkerfið þrátt fyrir að hann viti að það virki ekki fyrir börn sem eru í lífshættulegri neyslu fíkniefna:MST-kerfið í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota „Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita,“ segir í bréfi Jóhannesar.Halldór Hauksson er sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu.„Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum“ Hann fullyrðir jafnframt að starfsmennirnir sem vinni á meðferðargólfinu segi að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn sem séu með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna: „Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór,“ segir í bréfi Jóhannesar sem lesa má í heild sinni hér. Vísir hefur sent fyrirspurn til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu, og óskað eftir viðbrögðum hans vegna bréfs Jóhannesar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48