Ellilífeyrisþega gert að kosta fornleifauppgröft Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Hjörleifur Hallgríms bjó í æsku á Aðalstræti 12b og vill fá að byggja þar hús en kveðst vera orðinn hundþreyttur á ljónum í veginum. Vísir/Auðunn „Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóðinni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjörleifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fermetrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa.Gröftur á tæpa milljón Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akureyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungsverslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu fornleifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyrisþegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundurliðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifafræðinga sem ætla að vinna í samtals 32 stundir á lóðinni. Síðan bætast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarðarins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyrisþega.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóðinni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjörleifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fermetrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa.Gröftur á tæpa milljón Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akureyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungsverslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu fornleifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyrisþegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundurliðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifafræðinga sem ætla að vinna í samtals 32 stundir á lóðinni. Síðan bætast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarðarins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyrisþega.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira