Hugarheimur raðmorðingja Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. apríl 2018 12:00 Ann Burgess, prófessor í geðhjúkrunarfræðum við Boston College. Mynd/Boston College. Þetta var karlaheimur,“ segir dr. Ann Wolbert Burgess um þann tíma sem hún liðsinnti atferlisvísindadeild bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, við rannsóknir á raðmorðingjum og nauðgurum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Það voru engar konur sem kenndu í skóla FBI í Quantico á þessum tíma en það voru fáeinar konur sem unnu sem fulltrúar í nokkrum borgum Bandaríkjanna. En einu konurnar fyrir utan mig á þessum tíma í Quantico voru ritarar og almennt starfsfólk,“ segir Ann. Störf Ann og alríkisfulltrúanna Johns Douglas og Roberts Ressler á áttunda og níunda áratugnum og rannsóknir þeirra á hugarheimi raðmorðingja urðu kveikjan að vinsælli Netflix-þáttaröð, Mindhunter. Og aðalpersónur þáttanna eru byggðar á þríeykinu. Ann er væntanleg til landsins í boði MPM (Master of Project Management) við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og segir frá þessu áhugaverða rannsóknarefni næstkomandi miðvikudag. Þá heldur hún einnig annan fyrirlestur fyrir íslenskt fagfólk um það hvernig lögreglufulltrúar FBI leita gagna sem varpa ljósi á gerandann með því að skoða vettvang morðs.Þríeykið Ann starfar nú sem prófessor í geðhjúkrunarfræðum við Boston College School of Nursing og er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar bæði á gerendum, og ekki síður þolendum, ofbeldisverka. Rannsókn Ann á 36 morðingjum og brotaþolum benti til mynstra og þátta sem virtust leiða til afbrotsins. Ann, Robert og John gerðu rannsókninni og störfum sínum í FBI skil í bókinni Sexual Homicide: Patterns and Motive sem kom út árið 1988. Þá gáfu þau út bókina: Crime Classification Manual: A Standard System for Investigating and Classifying Violent Crimes nokkrum árum seinna, eða 1992.Brudos„Rannsóknin tók til 36 raðmorðingja sem áttu það sameiginlegt að hafa fróun af morðunum og 112 þolenda þeirra. Í rannsókninni voru borin kennsl á mynstur og hvatir morðingjanna,“ segir Ann og segir frá samstarfsfélögum sínum, John og Robert. John er sagður hafa bylt morðrannsóknum með því að ræða við og rannsaka raðmorðingja. Robert er eignað hugtakið „serial killer“, eða raðmorðingi. Robert þróaði einnig fyrsta tölvugagnagrunn Bandaríkjanna sem innihélt skrá yfir óleysta glæpi. Gagnagrunnurinn reyndist mikil stoð í rannsóknum á raðmorðingjum sem frömdu morð í mismunandi ríkjum Bandaríkjanna. „Bob hannaði verkefnið í fyrstu og kom með hugmyndina að því. Hann var nýr kennari í skóla FBI og hugsaði með sér að ef hann ætlaði að kenna afbrotafræði þá ætti hann að tala við afbrotamenn. Svo hann fór í fangelsin og hóf að taka viðtöl við fanga. John slóst í för með honum þegar hann hóf störf í skólanum og þeir tóku viðtölin saman í fangelsum. Mér var svo boðið til Quantico, höfuðstöðva FBI skólans, til þess að þjálfa fulltrúa í því að tala við þolendur nauðgana,“ segir Ann um upphaf samstarfsins.Mættu andstöðu í upphafi „Á kvöldin þegar við áttum lausa stund frá vinnu hlustaði ég á fulltrúana tala um viðtölin sem þeir voru að taka við dæmda morðingja. Ég sagði þeim að viðtölin fælu í sér mikilvægar uppgötvanir og að þeir ættu að setja þau upp sem rannsóknarverkefni, svo þeir hefðu upplýsingar og gögn til að deila með öðrum sem rannsaka morð. Á þriggja ára tímabili fór ég stundum til Quantico og stundum komu þeir til mín til Boston til að vinna að þessu verkefni,“ segir Ann frá.Voru þetta spennandi tímar? Og mættuð þið andstöðu frá FBI í fyrstu? „Þetta voru mjög spennandi tímar vegna þess að þetta voru nýjar upplýsingar og enginn hafði nokkru sinni áður rannsakað hóp raðmorðingja. Fulltrúarnir söfnuðu upplýsingum með 57 blaðsíðna spurningalista sem gerðu okkur kleift að flokka morðin í skipulögð og óskipulögð. Og þetta var upphafið að flokkunarferlinu fyrir óleyst morð. FBI streittist á móti í fyrstu en um leið og það varð ljóst hversu nytsamt verkefnið var í rannsókn mála og því að varpa ljósi á morðingjann þá studdi stjórn FBI vel við rannsóknina. Við fengum styrk frá National Institute of Justice árið 1981. Eins og kemur reyndar fram í einum þátta Mindhunter,“ rifjar Ann upp. Vanræksla og ofbeldi í æsku Hver eru algeng persónueinkenni raðmorðingja og raðnauðgara? Hvað einkennir hugarheim þeirra? „Karlarnir voru nær allir hvítir, gáfaðir, oft elstir í systkinaröðinni og oft frá millistéttarheimilum en áttu erfitt á unglingsárum. Lykilatriði hjá öllum þessara karla var þróun á fantasíum þeirra um nauðganir og morð. Margir karlanna gátu rakið fantasíur sínar til barnæsku. Hvað mótar þá? Þeir voru líka sjálfir þolendur ofbeldis og oft vanræktir af feðrum sínum á mikilvægum tíma í lífi ungra drengja.“Vel máli farnir Þegar Ann er beðin um að rifja upp minnisstæðustu málin segir hún tvo raðmorðingja hafa vakið sérstaka athygli sína. „Mál Eds Kemper er mér minnisstæðast. Vegna þess að hann var svo vel máli farinn og hann hafði ekki eingöngu myrt fjölskyldumeðlimi heldur líka skólafélaga sína. Viðtöl við hann gáfu mikla innsýn í fantasíur hans frá unga aldri um nauðganir og morð. Hann komst einnig undan réttvísinni í langan tíma. Hann myrti og sundurlimaði fórnarlömb sín. Annar mjög forvitnilegur raðmorðingi er Montie Rissell, sem nauðgaði fórnarlömbum sínum og myrti þau. Fórnarlömbin urðu tólf á fjögurra ára tímabili. Hann nauðgaði sjö þeirra, fimm nauðgaði hann og myrti. Hans hugarheimur var mjög ólíkur Eds Kemper en þeir áttu það sameiginlegt að vera afar vel máli farnir. Hann gat lýst smáatriðum glæpum sinna,“ segir Ann frá.Ed KemperKölluð til sem sérfræðingur í rétti Ann vinnur enn að rannsóknum á þolendum en að auki vinnur hún að verkefni sem felur í sér endurhæfingu slasaðra hermanna. Hún er oft kölluð fyrir dómstóla sem sérfræðingur í nauðgunarmálum. „Ég starfa sem ráðgjafi jafnframt því að ég met ástand þolenda fyrir rétti og ber vitni um áhrif nauðgunarinnar á líf þeirra. Ég er núna að vinna að rannsókn á eldri þolendum sem eru með minnisglöp í viðleitni til þess að greina hegðun sem þeir þróa með sér þegar þeir geta ekki greint frá því að þeim hafi verið nauðgað. Þetta á sér stað á elliheimilum þar sem gerandinn er annaðhvort annar íbúi á heimilinu eða starfsmaður í aðhlynningu,“ segir Ann „Ég rek einnig meðferðarstöð fyrir slasaða hermenn í Boston College þar sem þeir stunda æfingar og sækja fræðslu tvisvar í viku. Markmiðið er að bæta líkamlegt ástand þeirra og styrk og minnka einkenni áfallastreituröskunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Þetta var karlaheimur,“ segir dr. Ann Wolbert Burgess um þann tíma sem hún liðsinnti atferlisvísindadeild bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, við rannsóknir á raðmorðingjum og nauðgurum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Það voru engar konur sem kenndu í skóla FBI í Quantico á þessum tíma en það voru fáeinar konur sem unnu sem fulltrúar í nokkrum borgum Bandaríkjanna. En einu konurnar fyrir utan mig á þessum tíma í Quantico voru ritarar og almennt starfsfólk,“ segir Ann. Störf Ann og alríkisfulltrúanna Johns Douglas og Roberts Ressler á áttunda og níunda áratugnum og rannsóknir þeirra á hugarheimi raðmorðingja urðu kveikjan að vinsælli Netflix-þáttaröð, Mindhunter. Og aðalpersónur þáttanna eru byggðar á þríeykinu. Ann er væntanleg til landsins í boði MPM (Master of Project Management) við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og segir frá þessu áhugaverða rannsóknarefni næstkomandi miðvikudag. Þá heldur hún einnig annan fyrirlestur fyrir íslenskt fagfólk um það hvernig lögreglufulltrúar FBI leita gagna sem varpa ljósi á gerandann með því að skoða vettvang morðs.Þríeykið Ann starfar nú sem prófessor í geðhjúkrunarfræðum við Boston College School of Nursing og er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar bæði á gerendum, og ekki síður þolendum, ofbeldisverka. Rannsókn Ann á 36 morðingjum og brotaþolum benti til mynstra og þátta sem virtust leiða til afbrotsins. Ann, Robert og John gerðu rannsókninni og störfum sínum í FBI skil í bókinni Sexual Homicide: Patterns and Motive sem kom út árið 1988. Þá gáfu þau út bókina: Crime Classification Manual: A Standard System for Investigating and Classifying Violent Crimes nokkrum árum seinna, eða 1992.Brudos„Rannsóknin tók til 36 raðmorðingja sem áttu það sameiginlegt að hafa fróun af morðunum og 112 þolenda þeirra. Í rannsókninni voru borin kennsl á mynstur og hvatir morðingjanna,“ segir Ann og segir frá samstarfsfélögum sínum, John og Robert. John er sagður hafa bylt morðrannsóknum með því að ræða við og rannsaka raðmorðingja. Robert er eignað hugtakið „serial killer“, eða raðmorðingi. Robert þróaði einnig fyrsta tölvugagnagrunn Bandaríkjanna sem innihélt skrá yfir óleysta glæpi. Gagnagrunnurinn reyndist mikil stoð í rannsóknum á raðmorðingjum sem frömdu morð í mismunandi ríkjum Bandaríkjanna. „Bob hannaði verkefnið í fyrstu og kom með hugmyndina að því. Hann var nýr kennari í skóla FBI og hugsaði með sér að ef hann ætlaði að kenna afbrotafræði þá ætti hann að tala við afbrotamenn. Svo hann fór í fangelsin og hóf að taka viðtöl við fanga. John slóst í för með honum þegar hann hóf störf í skólanum og þeir tóku viðtölin saman í fangelsum. Mér var svo boðið til Quantico, höfuðstöðva FBI skólans, til þess að þjálfa fulltrúa í því að tala við þolendur nauðgana,“ segir Ann um upphaf samstarfsins.Mættu andstöðu í upphafi „Á kvöldin þegar við áttum lausa stund frá vinnu hlustaði ég á fulltrúana tala um viðtölin sem þeir voru að taka við dæmda morðingja. Ég sagði þeim að viðtölin fælu í sér mikilvægar uppgötvanir og að þeir ættu að setja þau upp sem rannsóknarverkefni, svo þeir hefðu upplýsingar og gögn til að deila með öðrum sem rannsaka morð. Á þriggja ára tímabili fór ég stundum til Quantico og stundum komu þeir til mín til Boston til að vinna að þessu verkefni,“ segir Ann frá.Voru þetta spennandi tímar? Og mættuð þið andstöðu frá FBI í fyrstu? „Þetta voru mjög spennandi tímar vegna þess að þetta voru nýjar upplýsingar og enginn hafði nokkru sinni áður rannsakað hóp raðmorðingja. Fulltrúarnir söfnuðu upplýsingum með 57 blaðsíðna spurningalista sem gerðu okkur kleift að flokka morðin í skipulögð og óskipulögð. Og þetta var upphafið að flokkunarferlinu fyrir óleyst morð. FBI streittist á móti í fyrstu en um leið og það varð ljóst hversu nytsamt verkefnið var í rannsókn mála og því að varpa ljósi á morðingjann þá studdi stjórn FBI vel við rannsóknina. Við fengum styrk frá National Institute of Justice árið 1981. Eins og kemur reyndar fram í einum þátta Mindhunter,“ rifjar Ann upp. Vanræksla og ofbeldi í æsku Hver eru algeng persónueinkenni raðmorðingja og raðnauðgara? Hvað einkennir hugarheim þeirra? „Karlarnir voru nær allir hvítir, gáfaðir, oft elstir í systkinaröðinni og oft frá millistéttarheimilum en áttu erfitt á unglingsárum. Lykilatriði hjá öllum þessara karla var þróun á fantasíum þeirra um nauðganir og morð. Margir karlanna gátu rakið fantasíur sínar til barnæsku. Hvað mótar þá? Þeir voru líka sjálfir þolendur ofbeldis og oft vanræktir af feðrum sínum á mikilvægum tíma í lífi ungra drengja.“Vel máli farnir Þegar Ann er beðin um að rifja upp minnisstæðustu málin segir hún tvo raðmorðingja hafa vakið sérstaka athygli sína. „Mál Eds Kemper er mér minnisstæðast. Vegna þess að hann var svo vel máli farinn og hann hafði ekki eingöngu myrt fjölskyldumeðlimi heldur líka skólafélaga sína. Viðtöl við hann gáfu mikla innsýn í fantasíur hans frá unga aldri um nauðganir og morð. Hann komst einnig undan réttvísinni í langan tíma. Hann myrti og sundurlimaði fórnarlömb sín. Annar mjög forvitnilegur raðmorðingi er Montie Rissell, sem nauðgaði fórnarlömbum sínum og myrti þau. Fórnarlömbin urðu tólf á fjögurra ára tímabili. Hann nauðgaði sjö þeirra, fimm nauðgaði hann og myrti. Hans hugarheimur var mjög ólíkur Eds Kemper en þeir áttu það sameiginlegt að vera afar vel máli farnir. Hann gat lýst smáatriðum glæpum sinna,“ segir Ann frá.Ed KemperKölluð til sem sérfræðingur í rétti Ann vinnur enn að rannsóknum á þolendum en að auki vinnur hún að verkefni sem felur í sér endurhæfingu slasaðra hermanna. Hún er oft kölluð fyrir dómstóla sem sérfræðingur í nauðgunarmálum. „Ég starfa sem ráðgjafi jafnframt því að ég met ástand þolenda fyrir rétti og ber vitni um áhrif nauðgunarinnar á líf þeirra. Ég er núna að vinna að rannsókn á eldri þolendum sem eru með minnisglöp í viðleitni til þess að greina hegðun sem þeir þróa með sér þegar þeir geta ekki greint frá því að þeim hafi verið nauðgað. Þetta á sér stað á elliheimilum þar sem gerandinn er annaðhvort annar íbúi á heimilinu eða starfsmaður í aðhlynningu,“ segir Ann „Ég rek einnig meðferðarstöð fyrir slasaða hermenn í Boston College þar sem þeir stunda æfingar og sækja fræðslu tvisvar í viku. Markmiðið er að bæta líkamlegt ástand þeirra og styrk og minnka einkenni áfallastreituröskunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira