Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 12:05 Guðlaugur Þór telur aðgerðir ríkjanna þriggja í Sýrlandi skiljanlegar. VÍSIR/Andri Marinó Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gerðu loftárásir á skotmörk sem þeir teljast tengjast efnavopnum ríkisstjórnar Bashars al-Assad í Sýrlandi í nótt. Utanríkisráðherra segir íslensk yfirvöld og önnur Natóríki ekki hafa verið upplýst um áformin áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þeim í gær. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ekki hafi náðst pólitísk lausn í Sýrlandi og það hefur ítrekað verið reynt, síðast í þessari viku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland beitti enn á ný neitunarvaldi sínu. Og þetta stríð er búið að geisa núna í sjö ár og þeir sem hafa fallið er svipaður fjöldi og íslenska þjóðin og milljónir lagt á flótta,” segir Guðlaugur Þór. Neyð almennings sé gríðarleg og í ofanálag hafi stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis gerst sekur um að beita ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum, nú síðast í borginni Douma fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Þórs. „Þessi vopn eru ómannúðleg og með öllu bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og við höfum ítrekað fordæmt þau og það sé skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það er á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér,” segir Guðlaugur. Áfram sé brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og í því samhengi þurfi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að axla ábyrgð sína. „Skilaboðin eru skýr, að það hafi afleiðingar í för með sér. Þeir sem verða fyrir mestum skaða eru almennir borgarar,“ segir Guðlaugur Þór. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gerðu loftárásir á skotmörk sem þeir teljast tengjast efnavopnum ríkisstjórnar Bashars al-Assad í Sýrlandi í nótt. Utanríkisráðherra segir íslensk yfirvöld og önnur Natóríki ekki hafa verið upplýst um áformin áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þeim í gær. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ekki hafi náðst pólitísk lausn í Sýrlandi og það hefur ítrekað verið reynt, síðast í þessari viku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland beitti enn á ný neitunarvaldi sínu. Og þetta stríð er búið að geisa núna í sjö ár og þeir sem hafa fallið er svipaður fjöldi og íslenska þjóðin og milljónir lagt á flótta,” segir Guðlaugur Þór. Neyð almennings sé gríðarleg og í ofanálag hafi stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis gerst sekur um að beita ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum, nú síðast í borginni Douma fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Þórs. „Þessi vopn eru ómannúðleg og með öllu bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og við höfum ítrekað fordæmt þau og það sé skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það er á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér,” segir Guðlaugur. Áfram sé brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og í því samhengi þurfi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að axla ábyrgð sína. „Skilaboðin eru skýr, að það hafi afleiðingar í för með sér. Þeir sem verða fyrir mestum skaða eru almennir borgarar,“ segir Guðlaugur Þór.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54