Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 12:54 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru gestir þáttarins Sprengisands í dag. Vísir/Stefán/Eyþór/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að það sé brugðist við með afdráttarlausum hætti þegar er verið að nota efnavopn gegn almennum borgurum“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í viðtali í Sprengisandi í hádeginu. Jafnframt sagðist hún vera mótfallin loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi þar sem hún telur að hernaðaraðgerðir stuðli ekki að friði og sagði loftárásir ekki hafa leyst neinn vanda í Sýrlandi hingað til. Rósa Björk, sem var gestur í þættinum ásamt þeim Loga Einarssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur, var ósátt við framgöngu ríkjanna þriggja og gagnrýndi vinnubrögð þjóðhöfðingjanna: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þrír þjóðhöfðingjar taki sig saman og ákveði að ráðast á hernaðarskotmörk í öðru ríki án lýðræðislegrar aðkomu þjóðþinga í þessum ríkjum.“ Hún benti á þá staðreynd að Vinstri græn væri eini stjórnmálaflokkur landsins sem væri andsnúinn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sagði að stefna flokksins yrði að vera skýrari í utanríkisstefnu landsins. „Þó svo að við séum inni í þessu hernaðarbandalagi, þá er líka tækifæri fyrir Ísland að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum“ sagði hún í viðtalinu.Þá hefur Rósa Björk farið fram fram á að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um málið og mun nefndin funda með ráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í kvöld.„Ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega" Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann vilji forðast hernaðaríhlutun og aðgerðir þjóðanna þriggja í Sýrlandi hafi verið ótímabærar. Hann segir að við sem friðelskandi þjóð ættum að beita okkur fyrir skynsamari lausnum og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki látið utanríkismálanefnd vita . „Það er líka merkilegt það sem er að gerast hér, að utanríkismálanefnd er ekki látin vita. Hún fær ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega“ sagði Logi. Hann sagði hættu skapast þegar ríki taki einhliða ákvarðanir um árásir án lagalegs grundvallar, það skapaði fordæmi og hættu á að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Stuðningur Íslands við þessar aðgerðir gerði það að verkum að gagnrýni á samskonar aðgerðir yrði ómarktæk.Búið að liggja í loftinu í langan tíma Silja Dögg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu að hún telji ekki ólíklegt að tímasetning aðgerðanna sé vegna efnavopnaárásarinnar í Douma og það hafi líklega verið dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta er búið að liggja í loftinu í mjög langan tíma og það hafa allir vitað það, líka við í utanríkismálanefnd og fólk sem fylgist með þessu stríði og fréttum af því. Þetta kom kannski ekki á óvart en strangt til tekið er réttari leiðin að fara í gegnum þjóðþingin.“Frétt uppfærð: Upphaflega stóð að óskað væri eftir fundi í utanríkismálanefnd á þriðjudag, en fundurinn hefur verið boðaður klukkan 20:00 í kvöld. Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að það sé brugðist við með afdráttarlausum hætti þegar er verið að nota efnavopn gegn almennum borgurum“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í viðtali í Sprengisandi í hádeginu. Jafnframt sagðist hún vera mótfallin loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi þar sem hún telur að hernaðaraðgerðir stuðli ekki að friði og sagði loftárásir ekki hafa leyst neinn vanda í Sýrlandi hingað til. Rósa Björk, sem var gestur í þættinum ásamt þeim Loga Einarssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur, var ósátt við framgöngu ríkjanna þriggja og gagnrýndi vinnubrögð þjóðhöfðingjanna: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þrír þjóðhöfðingjar taki sig saman og ákveði að ráðast á hernaðarskotmörk í öðru ríki án lýðræðislegrar aðkomu þjóðþinga í þessum ríkjum.“ Hún benti á þá staðreynd að Vinstri græn væri eini stjórnmálaflokkur landsins sem væri andsnúinn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sagði að stefna flokksins yrði að vera skýrari í utanríkisstefnu landsins. „Þó svo að við séum inni í þessu hernaðarbandalagi, þá er líka tækifæri fyrir Ísland að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum“ sagði hún í viðtalinu.Þá hefur Rósa Björk farið fram fram á að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um málið og mun nefndin funda með ráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í kvöld.„Ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega" Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann vilji forðast hernaðaríhlutun og aðgerðir þjóðanna þriggja í Sýrlandi hafi verið ótímabærar. Hann segir að við sem friðelskandi þjóð ættum að beita okkur fyrir skynsamari lausnum og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki látið utanríkismálanefnd vita . „Það er líka merkilegt það sem er að gerast hér, að utanríkismálanefnd er ekki látin vita. Hún fær ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega“ sagði Logi. Hann sagði hættu skapast þegar ríki taki einhliða ákvarðanir um árásir án lagalegs grundvallar, það skapaði fordæmi og hættu á að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Stuðningur Íslands við þessar aðgerðir gerði það að verkum að gagnrýni á samskonar aðgerðir yrði ómarktæk.Búið að liggja í loftinu í langan tíma Silja Dögg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu að hún telji ekki ólíklegt að tímasetning aðgerðanna sé vegna efnavopnaárásarinnar í Douma og það hafi líklega verið dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta er búið að liggja í loftinu í mjög langan tíma og það hafa allir vitað það, líka við í utanríkismálanefnd og fólk sem fylgist með þessu stríði og fréttum af því. Þetta kom kannski ekki á óvart en strangt til tekið er réttari leiðin að fara í gegnum þjóðþingin.“Frétt uppfærð: Upphaflega stóð að óskað væri eftir fundi í utanríkismálanefnd á þriðjudag, en fundurinn hefur verið boðaður klukkan 20:00 í kvöld.
Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57