Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 16:03 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjararáð bera einhverja ábyrgð á uppnámi í kjaraviðræðum ljósmæðra. Vísir/Ernir „Það er ekkert hægt að skýra þetta með öðrum hætti heldur en að þetta sé birtingarmynd kerfislægs kynjamisréttis“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra í þættinum Sprengisandi í dag. Hann var gestur þáttarins ásamt þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að samningar næðust við ljósmæður sem allra fyrst. „Það er ekki ljósmæðrum að kenna að kjaraviðræður eru í uppnámi. Það sem miklu frekar hefur skapað það eru fordæmalausar hækkanir kjararáðs og launatoppa í viðskiptalífinu“ sagði Logi. Hann sagði það vera mikilvægt að taka málið föstum tökum og hvatti þingmenn til að styðja við þingsályktunartillögu Þorsteins Víglundssonar um bætt kjör kvennastétta.Ummæli heilbrigðisráðherra vandræðaleg Logi talaði um ummæli sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lét falla í fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudag þar sem honum þótti hún gefa í skyn að ljósmæður gætu sjálfum um kennt af því þær hefðu valið vitlaust stéttarfélag. Hann sagði það vera furðulegt að ljósmæður lækkuðu í launum eftir tveggja ára nám og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna þeirra á Landspítalanum. Hann sagði söguna hafa sýnt það að ekki allir skili sér til baka eftir uppsagnir og það hafi legið lengi fyrir að erfið staða væri fyrir höndum þegar kæmi að endurnýjun í stéttinni. Kjaramál Tengdar fréttir Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
„Það er ekkert hægt að skýra þetta með öðrum hætti heldur en að þetta sé birtingarmynd kerfislægs kynjamisréttis“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra í þættinum Sprengisandi í dag. Hann var gestur þáttarins ásamt þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að samningar næðust við ljósmæður sem allra fyrst. „Það er ekki ljósmæðrum að kenna að kjaraviðræður eru í uppnámi. Það sem miklu frekar hefur skapað það eru fordæmalausar hækkanir kjararáðs og launatoppa í viðskiptalífinu“ sagði Logi. Hann sagði það vera mikilvægt að taka málið föstum tökum og hvatti þingmenn til að styðja við þingsályktunartillögu Þorsteins Víglundssonar um bætt kjör kvennastétta.Ummæli heilbrigðisráðherra vandræðaleg Logi talaði um ummæli sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lét falla í fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudag þar sem honum þótti hún gefa í skyn að ljósmæður gætu sjálfum um kennt af því þær hefðu valið vitlaust stéttarfélag. Hann sagði það vera furðulegt að ljósmæður lækkuðu í launum eftir tveggja ára nám og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna þeirra á Landspítalanum. Hann sagði söguna hafa sýnt það að ekki allir skili sér til baka eftir uppsagnir og það hafi legið lengi fyrir að erfið staða væri fyrir höndum þegar kæmi að endurnýjun í stéttinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30
Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45