Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2018 22:11 Rósa Björk eftir fundinn í Alþingishúsinu í kvöld. Hún sagði fundinn hafa verið upplýsandi og nauðsynlegan. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25