Golf

Fékk fugl í bókstaflegri merkingu og missti af niðurskurðinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Menn verða ekki mikið óheppnari en Kraft.
Menn verða ekki mikið óheppnari en Kraft. vísir/getty
Atvinnukylfingurinn Kelly Kraft lenti í ótrúlegu atviki á PGA-móti síðasta föstudag.

Er hann tók upphafshögg á par 3 holu þá vildi ekki betur til en svo að boltinn fór í fugl og þaðan beint ofan í vatn.

Kraft vildi fá að endurtaka höggið en fékk það ekki þar sem boltinn fór ekki í hlut sem er byggður af mönnum. Hann neyddist til þess að taka víti og það var blóðugt því hann missti af niðurskurði mótsins með einu höggi. Þessu upphafshöggi.

„Þessi fugl sá til þess að ég komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Algjör synd því ég negldi upphafshöggið. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi,“ sagði Kraft en hann varð af miklum tekjum þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Fuglinum varð ekki meint af högginu og flaug aftur á brott skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×