Ísland leiðandi í baráttu gegn lifrarbólgu C Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 19:44 Sjúkrahúsið Vogur, Landspítali og embætti sóttvarnarlæknis vinna saman að því að lækna lifrarbólgu C hérlendis. VÍSIR/VILHELM Átak gegn lifrarbólgu C sem starfrækt hefur verið hérlendis frá árinu 2016 skilar góðum árangri en alls eru á sjöunda hundrað manns læknuð eða á batavegi fyrir tilstilli þess. Átakið hófst í byrjun árs 2016 í kjölfar baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur fyrir því að hljóta meðferð. Fanney Björk var hafnað um meðferð við sjúkdómnum á grundvelli kostnaðar meðferðarinnar en kostnaður við lyfjagjöf hvers sjúklings getur numið allt að tíu milljónum króna. Fanney Björk höfðaði í kjölfarið mál gegn íslenska ríkinu. Úrskurður var kvaddur í máli hennar í september árið 2015 og tapaði Fanney málinu. Þrátt fyrir að tapa málinu fyrir héraðsdómi náði barátta hennar rækilega á kortið og veittu Eyjafréttir henni titilinn Eyjamaður ársins. Barátta Fanneyjar var þó alls ekki til einskis því þremur vikum síðar var tilkynnt var að sjúklingum með lifrarbólgu C myndi bjóðast lyfjagjöf. Fanney er í dag ein af fjölmörgum sem læknast hafa af lifrarbólgu C.Fanney Björk læknaðist fyrir tilstilli átaksins.Visir / StefánValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður átaksins á alþjóðlegri ráðstefnu í París í síðustu viku. Niðurstöðurnar ná yfir fyrstu 15 mánuði átaksins. Tekist hefur að lækka um 72% algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn á Vog með sögu um neyslu vímuefna um æð. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn hér á landi hefur vakið athygli utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland muni fyrst landa ná markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun. Innlent Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Átak gegn lifrarbólgu C sem starfrækt hefur verið hérlendis frá árinu 2016 skilar góðum árangri en alls eru á sjöunda hundrað manns læknuð eða á batavegi fyrir tilstilli þess. Átakið hófst í byrjun árs 2016 í kjölfar baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur fyrir því að hljóta meðferð. Fanney Björk var hafnað um meðferð við sjúkdómnum á grundvelli kostnaðar meðferðarinnar en kostnaður við lyfjagjöf hvers sjúklings getur numið allt að tíu milljónum króna. Fanney Björk höfðaði í kjölfarið mál gegn íslenska ríkinu. Úrskurður var kvaddur í máli hennar í september árið 2015 og tapaði Fanney málinu. Þrátt fyrir að tapa málinu fyrir héraðsdómi náði barátta hennar rækilega á kortið og veittu Eyjafréttir henni titilinn Eyjamaður ársins. Barátta Fanneyjar var þó alls ekki til einskis því þremur vikum síðar var tilkynnt var að sjúklingum með lifrarbólgu C myndi bjóðast lyfjagjöf. Fanney er í dag ein af fjölmörgum sem læknast hafa af lifrarbólgu C.Fanney Björk læknaðist fyrir tilstilli átaksins.Visir / StefánValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður átaksins á alþjóðlegri ráðstefnu í París í síðustu viku. Niðurstöðurnar ná yfir fyrstu 15 mánuði átaksins. Tekist hefur að lækka um 72% algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn á Vog með sögu um neyslu vímuefna um æð. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn hér á landi hefur vakið athygli utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland muni fyrst landa ná markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun.
Innlent Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52
Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51