Innlent

Rósa leiðir Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. VISIR/Aðsend
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur samþykkt framboðslistann sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði.

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs leiðir listann. „Ég er mjög ánægð með þennan samhenta hóp sem er reiðubúinn að vinna vel fyrir Hafnfirðinga. Það hefur náðst frábær árangur á kjörtímabilinu og það er mikilvægt að halda áfram á sömu braut traustrar fjármálastjórnunar og uppbyggingar í bæjarfélaginu. Við viljum halda því góða starfi áfram til heilla fyrir Hafnfirðinga alla”, segir Rósa í fréttatilkynningu.

Listi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í heild sinni:

  1. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs           
  2. Kristinn Andersen, verkfr. og bæjarfulltrúi             
  3. Ólafur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi                             
  4. Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi                            
  5. Kristín Thoroddsen, varabæjarfulltr. og flugfreyja
  6. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri                         
  7. Skarphéðinn Orri Björnsson, frkv.stj. og varabæjarfulltr.      
  8. Lovísa Björg Traustadóttir, iðnrekstrarfr. og meistaran.      
  9. Magnús Ægir Magnússon, rekstrarhagfræðingur              
  10.  Bergur Þorri Benjamínsson, form. Sjálfsbjargar                    
  11. Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltr. og meistaran.         
  12. Einar Freyr Bergsson, framhaldsskólanemi                  
  13. Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, framhaldsskólanemi                  
  14. Guðvarður Ólafsson, ráðgjafi net- og hýsingalausna   
  15. Kristjana Ósk Jónsdóttir, viðskiptafr og framkv.stj.          
  16. Rannveig Klara Matthíasdóttir, nemenda- og kennsluráðgj.       
  17. Arnar Eldon Geirsson, skrifstofu- og kerfisstjóri
  18. Vaka Dagsdóttir, laganemi                                 
  19. Örn Tryggvi Johnsen, rekstrarstjóri
  20. Jón Gestur Viggósson, skrifstofumaður                        
  21. Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, form. Bandal. kvenna Hafnarf. 
  22.  Sigrún Ósk Ingadóttir, eigandi Kerfis ehf.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×